Enski boltinn

Benitez neitar að tala um Heskey

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sagðist vera hissa á því að framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefði verið orðaður við sitt gamla félag fyrir helgina.

Breskir miðlar fullyrtu að Liverpool hefði mikinn áhuga á að landa Heskey fyrir lítið í janúar eða jafnvel frítt næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Liverpool tekur á móti Wigan í úrvalsdeildinni á morgun og Benitez vildi því lítið tjá sig um efnið á blaðamannafundi.

"Ég tala helst ekki um leikmenn sem spila með öðrum liðum, sérstaklega ekki þegar liðin eru í þann mund að fara að mætast, því var ég hissa þegar ég heyrði þetta," sagði Benitez.

Heskey lýsti því reyndar sjálfur yfir í viðtali í gær að sér litist ágætlega á að snúa aftur til Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×