Fótbolti

Gullknötturinn: Ronaldinho og Henry ekki tilnefndir

Henry og Ronaldinho voru ekki á meðal þeirra 30 sem tilnefndir hafa verið í kjörinu á knattspyrnumanni ársins
Henry og Ronaldinho voru ekki á meðal þeirra 30 sem tilnefndir hafa verið í kjörinu á knattspyrnumanni ársins AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá AC Milan og franski framherjinn Thierry Henry hjá Barcelona voru ekki á meðal þeirra sem tilnefndir hafa verið í kjörinu á knattspyrnumanni ársins.

Þetta er í fyrsta skipti sem Henry er ekki á listanum síðan árið 1999 og Ronaldinho, sem vann gullknöttinn árið 2005, átti líka fremur slaka leiktíð.

Listinn hefur verið klipptur niður í 30 nöfn í stað 50 nafna síðustu ár. Evrópumeistarar Spánverja eiga flest nöfn á listanum eða sjö talsins, en Brasilíumenn aðeins eitt - Kaka hjá AC Milan.

Gullknötturinn verður afhentur við hátíðlega athöfn þann 2. desember nk og það eru 96 blaðamenn sem velja knattspyrnumann ársins og afhenda honum gullknöttinn. Það er franska blaðið France Football sem stendur fyrir kjörinu.

Þessir knattspyrnumenn hafa verið tilnefndir til gullknattarins:

Emmanuel Adebayor (Arsenal), Tógó.

Sergio Agüero (Atletico Madrid), Argentinu.

Andreï Archavine (Zénith Saint-Pétersbourg), Rússlandi.

Michael Ballack (Chelsea), Þýskalandi.

Karim Benzema (Lyon), Frakklandi.

Gianluigi Buffon (Juventus Turin), Ítalíu.

Iker Casillas (Real Madrid), Spáni.

Cristiano Ronaldo (Manchester United), Portugal.

Didier Drogba (Chelsea), Fílabeinsströndinni.

Samuel Eto'o (FC Barcelona), Kamerún.

Cesc Fabregas (Arsenal), Spáni.

Fernando Torres (Liverpool FC), Spáni.

Steven Gerrard (Liverpool FC), Englandi.

Zlatan Ibrahimovic (Inter Milan), Svíþjóð.

Kaka (AC Milan), Brasilíu.

Frank Lampard (Chelsea), Englandi.

Lionel Messi (FC Barcelona), Argentínu.

Pepe (Real Madrid), Portúgal.

Franck Ribéry (Bayern), Frakklandi.

Wayne Rooney (Manchester United), Englandi.

Marcos Senna (Villarreal), Spáni.

Sergio Ramos (Real Madrid), Spáni.

Luca Toni (Bayern), Ítalíu.

Edwin van der Sar (Manchester United), Hollandi.

Rafael van der Vaart (Hamburg - Real Madrid), Hollandi.

Ruud van Nistelrooy (Real Madrid), Hollandi.

Nemanja Vidic (Manchester United), Serbíu.

David Villa (Valencia), Spáni.

Xavi (FC Barcelona), Spáni.

Youri Zhirkov (CSKA Moskva), Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×