Enski boltinn

Wenger: Við spiluðum mjög vel

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger stjóri Arsenal sagðist í dag vera stoltur af því hvernig hans menn hefðu náð að snúa leiknum gegn Everton sér í hag í síðari hálfleik.

Everton fór með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en þeir Samir Nasri, Robin van Persie og Theo Walcott tryggðu Arsenal sigurinn í síðari hálfleik.

"Þetta var góður fótboltaleikur á móti sterku Evertonliði. Þeir byrjuðu vel og það kom illa við okkur að lenda undir, en við sýndum góða baráttu. Liðið spilaði mjög vel í dag og ég er stoltur af því þetta var frábær sigur. Everton byrjaði vel en við vorum farnir að ráða ferðinni þegar 20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×