Enski boltinn

City sýnir Zaki áhuga

NordicPhotos/GettyImages

Manchester City hefur hug á að kaupa egypska sóknarmanninn Amr Zaki sem slegið hefur í gegn sem lánsmaður hjá Wigan í úrvalsdeildinni.

Zaki skoraði tvívegis gegn Liverpool á Anfield í gær og hefur skorað 7 mörk í 8 leikjum fyrir Wigan á leiktíðinni. Hann er þar sem lánsmaður frá egypska liðinu El Zamalek.

Forráðamenn El Zamalek hafa gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið muni ætla að eiga fund með forráðamönnum Manchester City á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×