Körfubolti

Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan flytur ræðu á minningastundinni um Kobe og Giönnu Bryant í Staples Center í Los Angeles.
Michael Jordan flytur ræðu á minningastundinni um Kobe og Giönnu Bryant í Staples Center í Los Angeles. Getty/Kevork Djansezian

Bleacher Report vefurinn hefur valið bestu NBA leikmenn sögunnar og valið hefur að sjálfsögðu vakið upp viðbrögð vestan hafs.

Bleacher Report er með 22,5 milljónir fylgjendur á Instagram og listinn þeirra fór því víða.

Michael Jordan er besti leikmaður sögunnar að mati Bleacher Report en LeBron James er í öðru sæti. Kareem Abdul-Jabbar er síðan í þriðja sætinu.

Það er ólíklegt að þetta val endi deilurnar um hvort Jordan eða James sé „Geitin“ í NBA en fleiri eru vissulega með Jordan í efsta sætinu.

Það vekur athygli að Kobe Bryant kemst ekki inn á topp tíu því hann er bara í ellefta sætinu. Shaquille O'Neal, sem sjálfur er í sjötta sæti listans, er einn af þeim sem hneyksluðust á því.

„Það er glæpsamlegt að setja Kobe bara í ellefta sætið,“ skrifaði Shaq á samfélagsmiðla sína.

Það eru auðvitað mjög margir til kallaðir enda margir stórkostlegir leikmenn í NBA í gegnum tíðina.

Stephen Curry er inn á topp tíu og Wilt Chamberlain er bara í níunda sæti listans.

Hakeem Olajuwon og Oscar Robertson komust heldur ekki í hóp þeirra tíu bestu.

Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan og enn neðar nokkur viðbrögð við valinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×