Enski boltinn

Benitez ætlar að krefja Spánverja svara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torres fagnar Evrópumeistaratitlinum með Spánverjum síðastliðið sumar.
Torres fagnar Evrópumeistaratitlinum með Spánverjum síðastliðið sumar. Nordic Photos / AFP

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar að krefja spænska knattspyrnusambandið svara vegna meiðslanna sem Fernando Torres varð fyrir í landsleik Spánar og Belgíu.

Torres meiddist á lærvöðva og verður frá af þeim sökum næstu 10-15 dagana. Samkvæmt því missir hann af leikjum Liverpool gegn Wigan og Chelsea í deildinni sem og hans gömlu félögum í Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu.

„Þetta mál hefur ollið mér miklum vonbrigðum," lét Benitez hafa eftir sér í dag. „Fernando hefur einu sinni á þeim átján mánuðum sem hann hefur verið hjá okkur orðið fyrir álíka meiðslum. Við þurfum að athuga af hverju þetta er öðruvísi þegar hann er með landsliðinu."

„Ég tel ástæðuna vera leikjaálag. Hann spilaði tvo leiki á fimm dögum, þar af einn gegn landsliðið sem er ekki hátt skrifað. Það hefði mátt afstýra þessu, kannski með skynsamara vali í byrjunarliðið."

„Fernando vildi fá að spila í Madríd í næstu viku. Það mun nú ekki gerast, það er ljóst," bætti Benitez við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×