Íslenski boltinn

KR með tilboð frá GAIS í Guðjón

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón í leik með KR nú í sumar.
Guðjón í leik með KR nú í sumar. Mynd/Valli
Sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS hefur gert KR tilboð í sóknarmanninn Guðjón Baldvinsson sem varð bikarmeistari með félaginu í upphafi mánaðarins.

Þetta staðfestir Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnmála hjá KR, í samtali við fótbolta.net í kvöld.

Rúnar sagði að stjórn félagsins muni íhuga tilboðið yfir helgina og taka í framhaldinu ákvörðun um næstu skref í málinu.

Guðjón lék 21 leik með KR í deildinni í sumar og skoraði í þeim níu mörk. Hann lék einnig fimm leiki í bikarkeppninni. Guðjón gekk til liðs við KR frá Stjörnunni fyrir síðastliðið tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×