Enski boltinn

Petrov meiddist á hné

AFP

Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov verður ekki með liði sínu Manchester City á næstunni eftir að hafa meiðst á hné í leik Búlgara og Georgíumanna á miðvikudaginn.

Petrov hefur síðan farið í myndatöku sem leiddi í ljós að hann er með sködduð liðbönd í hnénu. Ekki er vitað hve lengi hann verður frá keppni, en þetta er augljóslega nokkuð áfall fyrir lið City.

Mark Hughes knattspyrnustjóri hefur lýst því yfir að hann reikni með því að Brasilíumaðurinn Robinho verði búinn að ná sér af meiðslum þegar City mætir Newcastle á mánudaginn. Hann varð fyrir smávægilegum meiðslum í landsleik með Brasilíu á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×