Enski boltinn

Bruce: Við vorum rændir

NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce, stjóri Wigan, segir sína menn hafa verið rænda í leiknum gegn Liverpool á Anfield í dag. Tvisvar komst Wigan yfir í leiknum, en varð að lokum að sætta sig við 3-2 tap.

Bruce var afar ósáttur við ákvörðun Alan Wiley dómara að reka Antonio Valencia af velli í síðari hálfleik, en segja má að þar hafi orðið kaflaskil í leiknum.

"Í mínum huga vorum við rændir í dag. Það er grín að við skulum ekki hafa fengið eitthvað út úr þessum leik," sagði Bruce í samtali við Manchester Evening News.

"Dómarinn hefði aldrei átt að gefa Valencia fyrra gula spjaldið, því hann fór ekki af stað í boltann fyrr en Liverpool maðurinn var búinn að taka aukaspyrnuna. Svo fær hann annað gult fyrir tæklingu á Alonso þar sem hann tók bara boltann. Þetta er mjög strangur dómur," sagði Bruce.

"Þessar ákvarðanir dómarans breyttu leiknum og við hefðum ekki tapað honum ef jafnt hefði verið í liðum," sagði Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×