Enski boltinn

Southgate: Chelsea slátraði okkur

NordicPhotos/GettyImages

Gareth Southgate sagðist ekki geta komið liði sínu til varnar eftir að það var gjörsigrað af Chelsea á heimavelli sínum 5-0 í dag.

"Það er alltaf erfitt að taka því þegar maður tapar á heimavelli. En þegar maður tapar svona er það auðmýkjandi reynsla fyrir okkur alla. Það getur alltaf komið fyrir að menn fái skell þegar þeir spila við lið í sama gæðaflokki og Chelsea, en þeir slátruðu okkur í dag án þess að vera endilega að spila sinn besta leik," sagði Southgate.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×