Fótbolti

Maradona til í að þjálfa landslið Argentínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Nordic Photos / AFP
Diego Maradona segist aðspurður meira en til í að taka að sér þjálfun landsliðs Argentínu en Alfio Basile sagði því starfi lausu í gær.

„Ég myndi sinna því starfi með mikilli ánægju - hver myndi ekki vilja gera það? Ég er allur af vilja gerður og forráðamönnum landsliðsins stendur til boða að fá mig til liðs við þá," sagði Maradona.

Það er þó ekki talið líklegt að hann verði ráðinn en þeir sem hafa helst verið orðaðir við starfið eru Migual Angel Russo, Sergio Batista, Diego Simeone og Carlos Bianchi.

Það er þó ekki útilokað að Maradona gæti verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari eða ráðgjafi, sérstaklega ef Batista verður ráðinn en þeir urðu saman heimsmeistarar með landsliði Argentínu árið 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×