Enski boltinn

Heskey orðaður við Liverpool

Emile Heskey
Emile Heskey NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að framherjinn Emile Heskey hjá Wigan sneri aftur í herbúðir Liverpool í janúar eða næsta sumar.

Heskey hefur brotist fram á sjónarsviðið á ný á síðustu misserum eftir að hafa leikið vel með Wigan og unnið sér sæti í landsliðinu á ný, en þar hefur hann fengið fína dóma fyrir spilamennskuna.

Hann á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Wigan og gæti því farið frá félaginu á frjálsri sölu næsta sumar eða fyrir lítinn pening í janúar.

Í samtali við Daily Telegraph tók hinn þrítugi Heskey ekki illa í þá hugmynd að fara frá Wigan.

"Ég er enn leikmaður Wigan, en allir vilja auðvitað spila fyrir lið sem er í Meistaradeildinni," sagði framherjinn.

Telegraph heldur því fram að Rafa Benitez stjóri Liverpool hafi áhuga á að fá Heskey aftur til Liverpool, en hann var seldur frá félaginu árið 2004. Heskey sjálfur segir reyndar að sú ráðstöfun hafi endurlífgað feril sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×