Fleiri fréttir Gylfi gagnrýnir vinnubrögð KSÍ Gylfi Orrason knattspyrnudómari gefur lítið fyrir þær fullyrðingar knattspyrnusambands Íslands að sambandið hafi reynt til fullnustu að fá Kristin Jakobsson hækkaðan um styrkleikalista dómara hjá UEFA. Formaður KSÍ kveðst sár yfir fréttaflutningi þessa efnis. 9.1.2007 20:30 Formaður dómara bjartsýnn Rofað hefur til í kjaraviðræðum knattspyrnudómara og KSÍ en samningafundur síðdegis í dag gekk framar vonum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.1.2007 20:30 Stjórnarformaður Bolton ósáttur við Benitez Phil Gartside, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, hefur sent enska knattspyrnusambandinu athugasemdir sínar við ummæli Rafa Benitez fyrir leik Bolton og Liverpool á nýársdag. Knattspyrnustjóri Liverpool sagði þá að Bolton kæmist aldrei upp með að spila jafn fast og það gerir ef liðið væri í spænsku deildinni. 9.1.2007 19:14 Terry sektaður John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag sektaður um 10.000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrir áramót. Terry þarf ekki að taka út leikbann. 9.1.2007 18:03 Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Liverpool og Arsenal mætast öðru sinni á þremur dögum í kvöld þegar þau kljást í enska deildarbikarnum á Anfield. Arsenal vann góðan 3-1 sigur í fyrri leiknum í enska bikarnum um helgina og því vilja heimamenn eflaust hefna sín rækilega í kvöld. Bein útsending Sýnar frá leiknum hefst klukkan 19:35. 9.1.2007 17:25 Wilhelmson á leið til Roma Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið. 9.1.2007 17:03 Juventus ekki lengur á eftir Mascherano Forráðamenn Juventus hafa gefist upp í að reyna að fá til sín argentínska miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham, því staða hans og afskipti MSI séu of flókin til að hægt sé að kaupa hann. Þá lét einn forráðamanna Juventus hafa eftir sér að leikmaðurinn væri hvort sem er á leið í raðir Liverpool. 9.1.2007 15:32 PSV hefur áhuga á Albert Luque Sky sjónvarpsstöðin segist hafa öruggar heimildir fyrir því í dag að hollenska liðið PSV Eindhoven hafi gert fyrirspurn um spænska framherjann Albert Luque hjá Newcastle. Leikmaðurinn hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá Newcastle í vetur og er einhver mestu vonbrigði síðari ára í enska boltanum. 9.1.2007 15:25 Eriksson ekki að taka við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla á liðnum dögum að hann sé að taka við franska liðinu Marseille. Eriksson er nú staddur í Dubai þar sem hann fylgist með fjögurra liða móti og segist vera í viðræðum við nokkur félög. Marseille er reyndar eitt liðanna á mótinu. 9.1.2007 15:22 Liverpool að kaupa ítalskan markvörð? Liverpool er við það að landa U-21 árs markverði Ítala ef marka má orð umboðsmanns leikmannsins. Sá heitir Daniele Padelli og leikur sem lánsmaður hjá Sampdoria sem stendur. Umboðsmaðurinn fullyrðir að ekki sé langt í land með að markvörðurinn ungi fari til Englands og gangi frá samningi við Liverpool. 9.1.2007 15:18 Souness gerir tilboð í Wolves Fyrrum knattspyrnustjórinn Graeme Souness hefur lýst því yfir að hann hafi lagt fram 20 milljón punda tilboð í að taka yfir knattspyrnufélagið Wolves, en forráðamenn félagsins neita að staðfesta fréttirnar. Souness hefur verið atvinnulaus síðan í febrúar í fyrra þegar hann var rekinn frá Newcastle. 9.1.2007 15:14 Jose er ekki að hætta í sumar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær. 9.1.2007 15:11 Real bíður eftir svari frá Beckham Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid hefur nú farið þess á leit við David Beckham að hann drífi sig að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en hann er með lausa samninga í sumar. Beckham hefur beðið um tíma til að hugsa sinn gang og er frjálst að ræða við önnur félög. Gengið verður frá málinu ei síðar en í næstu viku. 9.1.2007 15:06 Þóra leikur ekki með Blikum í sumar Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem leikið hefur með liði Breiðabliks undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Þóra er að flytja til Belgíu vegna vinnu sinnar og ætlar að reyna fyrir sér með liði Anderlecht þar ytra. Þetta er mikið áfall fyrir lið Breiðabliks, enda hefur Þóra verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Þóra er samningsbundin Blikum til ársins 2009 en hefur fengið árs leyfi frá samningnum. 8.1.2007 21:48 West Ham kaupir Quashie Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum. 8.1.2007 21:32 Juventus freistaði mín aldrei Gamla kempan Paolo Maldini hjá AC Milan segir að þrátt fyrir ítrekaðan áhuga frá Juventus í gegn um árin, hafi hann aldrei íhugað að skipta um félag. Maldini hefur spilað hverja einustu mínútu á ótrúlegum 23 ára knattspyrnuferlinum hjá Milan - líkt og faðir hans gerði á sínum tíma. 8.1.2007 21:30 Við vorum hræðilegir gegn Deportivo Jose Antonio Reyes segir að Real Madrid hafi spilað hræðilega í 2-0 tapinu gegn Deportivo í spænsku deildinni í gær og segir félaga sína í liðinu þurfa að hugsa sinn gang rækilega. 8.1.2007 21:01 Wright-Phillips neitaði West Ham Kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips fer ekki til West Ham ef marka má frétt frá Sky sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar er greint frá því að leikmaðurinn hafi neitað að fara til West Ham. Eggert Magnússon og félagar voru sagðir tilbúnir að greiða gott verð fyrir leikmanninn, en hann hafði ekki áhuga á að fara til Hamranna sem eru í bullandi fallbaráttu. 8.1.2007 18:13 Aaron Lennon framlengir við Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu. 8.1.2007 18:01 Diabi kominn í hóp Arsenal á ný Franski miðjumaðurinn Abou Diabi er nú kominn í leikmannahóp Arsenal á ný eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland síðasta vor, en hann hefur verið frá í átta mánuði. Hann verður væntanlega í hóp Arsenal sem mætir Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld, líkt og Cesc Fabregas sem snýr aftur eftir leikbann. William Gallas, Emmanuel Adebayor og Freddie Ljungberg verða ekki í hópnum vegna meiðsla. 8.1.2007 17:19 Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær. 8.1.2007 17:10 Frábær aðsókn í enska bikarnum Mjög góð aðsókn var á leiki helgarinnar í enska bikarnum um helgina og hefur raunar ekki verið meiri í aldarfjórðung ef tekið er mið af áhorfendafjölda, en 17,664 áhorfendur að meðaltali sáu leiki í þriðju umferð keppninnar um helgina. Þá var markatalan í umferðinni sú hæsta í 40 ár eða 3,23 mörk að meðaltali í leik. 8.1.2007 16:52 Terry gengst við ákæru knattspyrnusambandsins John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að gangast við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik gegn Tottenham í nóvember. Terry hafði áður neitað öllum sökum og fór fram á fund með aganefndinnni, en hefur nú dregið í land. 8.1.2007 16:36 Bayern hefur augastað á Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar. 8.1.2007 16:33 Mancini hrifinn af Shevchenko Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita. 8.1.2007 16:20 Allt undir United komið Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi. 8.1.2007 15:15 Dregið í fjórðu umferð enska bikarsins Í dag var dregið í fjórðu umferð enska bikarsins og fengu stórliðin Chelsea, Arsenal og Man Utd öll heimaleiki í næstu umferð. Enn á eftir að spila nokkra aukaleiki áður en fjórða umferðin getur hafist en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eigast við í næstu umferð. 8.1.2007 14:15 Deportivo lagði Real Madrid Deportivo vann í kvöld frækinn 2-0 sigur á Real Madrid í spænsku deildinni í leik sem sýndur var beint á Sýn. Capdevila kom Deportivo á bragðið eftir tíu mínútur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og Hildago Cristian tryggði sigurinn með marki á 56. mínútu. 7.1.2007 19:52 Dómaralaust í knattspyrnunni? Knattspyrnudómarar í efstu deildum hér á landi eru allir samningslausir og saka KSÍ um áhugaleysi við endurnýjun samninga. Samningar dómaranna runnu út nú um áramótin. 7.1.2007 18:48 Jafnt í Cardiff Úrvalsdeildarliði Tottenham tókst ekki að leggja lið Cardiff í lokaleiknum í enska bikarnum í dag og skildu liðin jöfn 0-0 í bragðdaufum leik í Wales. Liðin þurfa því að mætast á ný á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Einu góðu fréttirnar fyrir úrvalsdeildarliðið í dag voru því þær að þeir Robbie Keane og Aaron Lennon sneru til baka úr meiðslum. 7.1.2007 18:05 Dauft hjá Barcelona Barcelona þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á útivelli gegn spræku smáliði Getafe í spænsku deildinni í dag. Hinn skemmtilegti Daniel Guiza kom Getafe yfir eftir 54 mínútur eftir glórulaus varnarmistök Rafael Marquez, en það var svo Xavi sem bjargaði Barcelona fyrir horn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Barcelona í dag en náði sér aldrei á strik frekar en félagar hans. 7.1.2007 17:53 Ferguson ánægður með Skandinavíumennina Sir Alex Ferguson hrósaði Skandinavíumönnunum tveimur í framlínu Man Utd í hástert í dag eftir að þeir tryggðu liðinu sigur á Aston Villa með tveimur góðum mörkum. Henrik Larsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og Ole Gunnar Solskjær innsiglaði sigurinn í blálokin með dæmigerðu marki fyrir þennan markheppna framherja. 7.1.2007 17:37 Larsson ánægður með markið Sænski markaskorarinn Henrik Larsson var að vonum ánægður með að ná að skora í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið lagði Aston Villa í bikarnum. Hann var spurður að því eftir leikinn hvort til greina kæmi að framlengja veru sína á Englandi. 7.1.2007 17:24 Blackburn burstaði Everton Þremur af fjórum leikjum dagsins í enska bikarnum er nú lokið. Blackburn vann góðan 4-1 sigur á Everton á útivelli með mörkum frá Pedersen, Derbyshire, Gallagher og McCarthy, en Andy Johnson skoraði mark Everton. Sheffield Wednesday og Man City skildu jöfn 1-1 og mætast öðru sinni í Manchester. 7.1.2007 17:02 Markalaust í hálfleik hjá Barcelona og Getafe Staðan í leik Getafe og Barcelona í spænsku deildinni er enn jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og er Eiður Smári Guðjohnsen í fremstu víglínu Evrópumeistaranna sem fyrr. Sýn Extra er með beina útsendingu frá leik Cardiff og Tottenham í enska bikarnum og þar er sömuleiðis markalaust eftir 45 mínútur. 7.1.2007 16:52 Skandinavíusigur á Old Trafford Norðurlandabúarnir Henrik Larsson og Ole Gunnar Solskjær voru hetjur Manchester United í dag þegar liðið sló Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli. Markamaskínan Henrik Larsson skoraði strax í fyrsta leik með United þegar hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Milan Baros jafnaði fyrir Villa eftir 74 mínútur. Það var svo hinn magnaði Ole Gunnar Solskjær sem skoraði sigurmark United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 7.1.2007 15:52 Buffon íhugar að fara frá Juventus Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hefur viðurkennt að hann gæti farið frá Juventus áður en leiktíðinni í B-deildinni lýkur af því gefnu að liðið verði í toppsætinu þegar að því kemur. 7.1.2007 15:40 Figo fer til Sádí-Arabíu Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo er búinn að skrifa undir 18 mánaða samning við lið Al-lttihad í Sadí Arabíu og gengur í raðir þess í sumar. Því hafði verið haldið fram að Figo færi til liðsins strax í þessum mánuði, en ekkert varð úr því. 7.1.2007 15:36 Hiddink að taka við af Mourinho? Þær fréttir ganga nú fjöllum hærra í breskum blöðum að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink muni taka við liði Chelsea í sumar því Jose Mourinho sé að íhuga að hætta. Því er haldið fram að Roman Abramovic sé með Hiddink í sigtinu sem eftirmann Mourinho. 7.1.2007 15:22 Milan lagði Juventus AC Milan lagði erkifjendur sína í Juventus 3-2 í hörkuleik um Berlusconi-bikarinn árlega þar sem stórveldin tvö etja kappi. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í haust samkvæmt venju, en var frestað í kjölfar knattspyrnuskandalsins á Ítalíu. 6.1.2007 20:16 Slæmur dagur fyrir okkur Rafa Benitez var súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Arsenal á Anfield í dag og féllu þar með úr keppni í enska bikarnum. Hann ætlar þó ekki að velta sér lengi upp úr tapinu. 6.1.2007 20:08 Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield. 6.1.2007 19:58 Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið. 6.1.2007 19:43 Bikarmeistararnir úr leik Arsenal vann í dag frækinn sigur 3-1 á bikarmeisturum Liverpool á Anfield í þriðju umferð enska bikarsins. Tomas Rosicky kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik, Dirk Kuyt minnkaði muninn fyrir Liverpool í þeim síðari, en það var svo Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn með þriðja markinu undir lokin. 6.1.2007 19:05 Chelsea burstaði Macclesfield Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna. 6.1.2007 17:13 Sjá næstu 50 fréttir
Gylfi gagnrýnir vinnubrögð KSÍ Gylfi Orrason knattspyrnudómari gefur lítið fyrir þær fullyrðingar knattspyrnusambands Íslands að sambandið hafi reynt til fullnustu að fá Kristin Jakobsson hækkaðan um styrkleikalista dómara hjá UEFA. Formaður KSÍ kveðst sár yfir fréttaflutningi þessa efnis. 9.1.2007 20:30
Formaður dómara bjartsýnn Rofað hefur til í kjaraviðræðum knattspyrnudómara og KSÍ en samningafundur síðdegis í dag gekk framar vonum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.1.2007 20:30
Stjórnarformaður Bolton ósáttur við Benitez Phil Gartside, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, hefur sent enska knattspyrnusambandinu athugasemdir sínar við ummæli Rafa Benitez fyrir leik Bolton og Liverpool á nýársdag. Knattspyrnustjóri Liverpool sagði þá að Bolton kæmist aldrei upp með að spila jafn fast og það gerir ef liðið væri í spænsku deildinni. 9.1.2007 19:14
Terry sektaður John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag sektaður um 10.000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrir áramót. Terry þarf ekki að taka út leikbann. 9.1.2007 18:03
Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Liverpool og Arsenal mætast öðru sinni á þremur dögum í kvöld þegar þau kljást í enska deildarbikarnum á Anfield. Arsenal vann góðan 3-1 sigur í fyrri leiknum í enska bikarnum um helgina og því vilja heimamenn eflaust hefna sín rækilega í kvöld. Bein útsending Sýnar frá leiknum hefst klukkan 19:35. 9.1.2007 17:25
Wilhelmson á leið til Roma Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið. 9.1.2007 17:03
Juventus ekki lengur á eftir Mascherano Forráðamenn Juventus hafa gefist upp í að reyna að fá til sín argentínska miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham, því staða hans og afskipti MSI séu of flókin til að hægt sé að kaupa hann. Þá lét einn forráðamanna Juventus hafa eftir sér að leikmaðurinn væri hvort sem er á leið í raðir Liverpool. 9.1.2007 15:32
PSV hefur áhuga á Albert Luque Sky sjónvarpsstöðin segist hafa öruggar heimildir fyrir því í dag að hollenska liðið PSV Eindhoven hafi gert fyrirspurn um spænska framherjann Albert Luque hjá Newcastle. Leikmaðurinn hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá Newcastle í vetur og er einhver mestu vonbrigði síðari ára í enska boltanum. 9.1.2007 15:25
Eriksson ekki að taka við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla á liðnum dögum að hann sé að taka við franska liðinu Marseille. Eriksson er nú staddur í Dubai þar sem hann fylgist með fjögurra liða móti og segist vera í viðræðum við nokkur félög. Marseille er reyndar eitt liðanna á mótinu. 9.1.2007 15:22
Liverpool að kaupa ítalskan markvörð? Liverpool er við það að landa U-21 árs markverði Ítala ef marka má orð umboðsmanns leikmannsins. Sá heitir Daniele Padelli og leikur sem lánsmaður hjá Sampdoria sem stendur. Umboðsmaðurinn fullyrðir að ekki sé langt í land með að markvörðurinn ungi fari til Englands og gangi frá samningi við Liverpool. 9.1.2007 15:18
Souness gerir tilboð í Wolves Fyrrum knattspyrnustjórinn Graeme Souness hefur lýst því yfir að hann hafi lagt fram 20 milljón punda tilboð í að taka yfir knattspyrnufélagið Wolves, en forráðamenn félagsins neita að staðfesta fréttirnar. Souness hefur verið atvinnulaus síðan í febrúar í fyrra þegar hann var rekinn frá Newcastle. 9.1.2007 15:14
Jose er ekki að hætta í sumar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær. 9.1.2007 15:11
Real bíður eftir svari frá Beckham Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid hefur nú farið þess á leit við David Beckham að hann drífi sig að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en hann er með lausa samninga í sumar. Beckham hefur beðið um tíma til að hugsa sinn gang og er frjálst að ræða við önnur félög. Gengið verður frá málinu ei síðar en í næstu viku. 9.1.2007 15:06
Þóra leikur ekki með Blikum í sumar Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem leikið hefur með liði Breiðabliks undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Þóra er að flytja til Belgíu vegna vinnu sinnar og ætlar að reyna fyrir sér með liði Anderlecht þar ytra. Þetta er mikið áfall fyrir lið Breiðabliks, enda hefur Þóra verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Þóra er samningsbundin Blikum til ársins 2009 en hefur fengið árs leyfi frá samningnum. 8.1.2007 21:48
West Ham kaupir Quashie Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum. 8.1.2007 21:32
Juventus freistaði mín aldrei Gamla kempan Paolo Maldini hjá AC Milan segir að þrátt fyrir ítrekaðan áhuga frá Juventus í gegn um árin, hafi hann aldrei íhugað að skipta um félag. Maldini hefur spilað hverja einustu mínútu á ótrúlegum 23 ára knattspyrnuferlinum hjá Milan - líkt og faðir hans gerði á sínum tíma. 8.1.2007 21:30
Við vorum hræðilegir gegn Deportivo Jose Antonio Reyes segir að Real Madrid hafi spilað hræðilega í 2-0 tapinu gegn Deportivo í spænsku deildinni í gær og segir félaga sína í liðinu þurfa að hugsa sinn gang rækilega. 8.1.2007 21:01
Wright-Phillips neitaði West Ham Kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips fer ekki til West Ham ef marka má frétt frá Sky sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar er greint frá því að leikmaðurinn hafi neitað að fara til West Ham. Eggert Magnússon og félagar voru sagðir tilbúnir að greiða gott verð fyrir leikmanninn, en hann hafði ekki áhuga á að fara til Hamranna sem eru í bullandi fallbaráttu. 8.1.2007 18:13
Aaron Lennon framlengir við Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu. 8.1.2007 18:01
Diabi kominn í hóp Arsenal á ný Franski miðjumaðurinn Abou Diabi er nú kominn í leikmannahóp Arsenal á ný eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland síðasta vor, en hann hefur verið frá í átta mánuði. Hann verður væntanlega í hóp Arsenal sem mætir Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld, líkt og Cesc Fabregas sem snýr aftur eftir leikbann. William Gallas, Emmanuel Adebayor og Freddie Ljungberg verða ekki í hópnum vegna meiðsla. 8.1.2007 17:19
Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær. 8.1.2007 17:10
Frábær aðsókn í enska bikarnum Mjög góð aðsókn var á leiki helgarinnar í enska bikarnum um helgina og hefur raunar ekki verið meiri í aldarfjórðung ef tekið er mið af áhorfendafjölda, en 17,664 áhorfendur að meðaltali sáu leiki í þriðju umferð keppninnar um helgina. Þá var markatalan í umferðinni sú hæsta í 40 ár eða 3,23 mörk að meðaltali í leik. 8.1.2007 16:52
Terry gengst við ákæru knattspyrnusambandsins John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að gangast við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik gegn Tottenham í nóvember. Terry hafði áður neitað öllum sökum og fór fram á fund með aganefndinnni, en hefur nú dregið í land. 8.1.2007 16:36
Bayern hefur augastað á Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar. 8.1.2007 16:33
Mancini hrifinn af Shevchenko Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita. 8.1.2007 16:20
Allt undir United komið Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi. 8.1.2007 15:15
Dregið í fjórðu umferð enska bikarsins Í dag var dregið í fjórðu umferð enska bikarsins og fengu stórliðin Chelsea, Arsenal og Man Utd öll heimaleiki í næstu umferð. Enn á eftir að spila nokkra aukaleiki áður en fjórða umferðin getur hafist en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eigast við í næstu umferð. 8.1.2007 14:15
Deportivo lagði Real Madrid Deportivo vann í kvöld frækinn 2-0 sigur á Real Madrid í spænsku deildinni í leik sem sýndur var beint á Sýn. Capdevila kom Deportivo á bragðið eftir tíu mínútur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og Hildago Cristian tryggði sigurinn með marki á 56. mínútu. 7.1.2007 19:52
Dómaralaust í knattspyrnunni? Knattspyrnudómarar í efstu deildum hér á landi eru allir samningslausir og saka KSÍ um áhugaleysi við endurnýjun samninga. Samningar dómaranna runnu út nú um áramótin. 7.1.2007 18:48
Jafnt í Cardiff Úrvalsdeildarliði Tottenham tókst ekki að leggja lið Cardiff í lokaleiknum í enska bikarnum í dag og skildu liðin jöfn 0-0 í bragðdaufum leik í Wales. Liðin þurfa því að mætast á ný á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Einu góðu fréttirnar fyrir úrvalsdeildarliðið í dag voru því þær að þeir Robbie Keane og Aaron Lennon sneru til baka úr meiðslum. 7.1.2007 18:05
Dauft hjá Barcelona Barcelona þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á útivelli gegn spræku smáliði Getafe í spænsku deildinni í dag. Hinn skemmtilegti Daniel Guiza kom Getafe yfir eftir 54 mínútur eftir glórulaus varnarmistök Rafael Marquez, en það var svo Xavi sem bjargaði Barcelona fyrir horn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Barcelona í dag en náði sér aldrei á strik frekar en félagar hans. 7.1.2007 17:53
Ferguson ánægður með Skandinavíumennina Sir Alex Ferguson hrósaði Skandinavíumönnunum tveimur í framlínu Man Utd í hástert í dag eftir að þeir tryggðu liðinu sigur á Aston Villa með tveimur góðum mörkum. Henrik Larsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og Ole Gunnar Solskjær innsiglaði sigurinn í blálokin með dæmigerðu marki fyrir þennan markheppna framherja. 7.1.2007 17:37
Larsson ánægður með markið Sænski markaskorarinn Henrik Larsson var að vonum ánægður með að ná að skora í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið lagði Aston Villa í bikarnum. Hann var spurður að því eftir leikinn hvort til greina kæmi að framlengja veru sína á Englandi. 7.1.2007 17:24
Blackburn burstaði Everton Þremur af fjórum leikjum dagsins í enska bikarnum er nú lokið. Blackburn vann góðan 4-1 sigur á Everton á útivelli með mörkum frá Pedersen, Derbyshire, Gallagher og McCarthy, en Andy Johnson skoraði mark Everton. Sheffield Wednesday og Man City skildu jöfn 1-1 og mætast öðru sinni í Manchester. 7.1.2007 17:02
Markalaust í hálfleik hjá Barcelona og Getafe Staðan í leik Getafe og Barcelona í spænsku deildinni er enn jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og er Eiður Smári Guðjohnsen í fremstu víglínu Evrópumeistaranna sem fyrr. Sýn Extra er með beina útsendingu frá leik Cardiff og Tottenham í enska bikarnum og þar er sömuleiðis markalaust eftir 45 mínútur. 7.1.2007 16:52
Skandinavíusigur á Old Trafford Norðurlandabúarnir Henrik Larsson og Ole Gunnar Solskjær voru hetjur Manchester United í dag þegar liðið sló Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli. Markamaskínan Henrik Larsson skoraði strax í fyrsta leik með United þegar hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Milan Baros jafnaði fyrir Villa eftir 74 mínútur. Það var svo hinn magnaði Ole Gunnar Solskjær sem skoraði sigurmark United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 7.1.2007 15:52
Buffon íhugar að fara frá Juventus Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hefur viðurkennt að hann gæti farið frá Juventus áður en leiktíðinni í B-deildinni lýkur af því gefnu að liðið verði í toppsætinu þegar að því kemur. 7.1.2007 15:40
Figo fer til Sádí-Arabíu Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo er búinn að skrifa undir 18 mánaða samning við lið Al-lttihad í Sadí Arabíu og gengur í raðir þess í sumar. Því hafði verið haldið fram að Figo færi til liðsins strax í þessum mánuði, en ekkert varð úr því. 7.1.2007 15:36
Hiddink að taka við af Mourinho? Þær fréttir ganga nú fjöllum hærra í breskum blöðum að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink muni taka við liði Chelsea í sumar því Jose Mourinho sé að íhuga að hætta. Því er haldið fram að Roman Abramovic sé með Hiddink í sigtinu sem eftirmann Mourinho. 7.1.2007 15:22
Milan lagði Juventus AC Milan lagði erkifjendur sína í Juventus 3-2 í hörkuleik um Berlusconi-bikarinn árlega þar sem stórveldin tvö etja kappi. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í haust samkvæmt venju, en var frestað í kjölfar knattspyrnuskandalsins á Ítalíu. 6.1.2007 20:16
Slæmur dagur fyrir okkur Rafa Benitez var súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Arsenal á Anfield í dag og féllu þar með úr keppni í enska bikarnum. Hann ætlar þó ekki að velta sér lengi upp úr tapinu. 6.1.2007 20:08
Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield. 6.1.2007 19:58
Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið. 6.1.2007 19:43
Bikarmeistararnir úr leik Arsenal vann í dag frækinn sigur 3-1 á bikarmeisturum Liverpool á Anfield í þriðju umferð enska bikarsins. Tomas Rosicky kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik, Dirk Kuyt minnkaði muninn fyrir Liverpool í þeim síðari, en það var svo Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn með þriðja markinu undir lokin. 6.1.2007 19:05
Chelsea burstaði Macclesfield Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna. 6.1.2007 17:13