Fleiri fréttir Riquelme settur út úr liði Villarreal Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme er ekki í leikmannahópi Villarreal sem mætir Valencia um helgina og hefur þetta ýtt undir orðróm um að leikmaðurinn eigi í deilum við þjálfara sinn Manuel Pelligrini. Þjálfarinn segir það ekki rétt og segir Riquelme einfaldlega ekki henta leikaðferðum sínum fyrir þennan einstaka leik. 5.1.2007 15:06 Fréttir af tilboði Real Madrid eru bull Alex Ferguson, stóri Manchester United, segir að fréttir af risatilboði Real Madrid í vængmanninn Cristiano Ronaldo í gær séu hreint og klárt bull og segir leikmanninn ekki vera á leið frá félaginu. "Þeir hafa ekki boðið í hann, enda ræðum við ekki einu sinni tilboð í hann, svo við þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur," sagði Ferguson. 5.1.2007 15:03 Argentínumennirnir fara ekki frá West Ham Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki eiga von á því að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez fari frá félaginu á þessari leiktíð, einfaldlega vegna þess að þeir megi það ekki samkvæmt reglum FIFA. 5.1.2007 14:58 Hargreaves er falur fyrir 20 milljónir punda Sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen er hvergi lokið og í dag sagði forseti Bayern, Franz Beckenbauer, að félagið myndi ekki íhuga að selja hann fyrr en það fengi 20 milljón punda tilboð í leikmanninn. 5.1.2007 14:02 Unsworth til Wigan Wigan gekk í dag frá samningi við varnarmanninum reynda David Unsworth frá Sheffield United. Unsworth er 33 ára gamall og lék áður með Everton. Hann fór á frjálsri sölu til Wigan eftir tveggja ára veru í herbúðum Sheffield. Hann hefur ekki spilað leik síðan í október. 5.1.2007 13:49 Bent má fara fyrir rétt verð Alan Curbishley, nýráðinn stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú viðurkennt að félagið gæti þurft að selja framherjann Darren Bent - en aðeins ef rétt verð fæst fyrir hann. 5.1.2007 13:43 Boa Morte til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í dag frá kaupum á framherjanum Luis Boa Morte frá Fulham fyrir um 5 milljónir punda. Boa Morte er frá Portúgal og er 29 ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði Fulham undanfarin ár, en er nú fyrsti maðurinn sem Alan Curbishley knattspyrnustjóri kaupir til West Ham. 5.1.2007 13:38 Brassar mæta Portúgölum Knattspyrnusambandið í Brasilíu hefur nú upplýst að næsti leikur liðsins verði vináttuleikur gegn Portúgölum þann 6. febrúar næstkomandi. Talið er líklegt að leikurinn verði spilaður í London, en þessar frændþjóðir hafa ekki spilað leik síðan árið 2003 þegar Portúgalar höfðu betur 2-1. 4.1.2007 18:38 Morgan í þriggja leikja bann Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að slá til Robin van Persie hjá Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þann 30. desember sl. Þá var áfrýjun Charlton á brottvísun Osei Sankofa vísað frá, en hann fékk rautt spjald í leik gegn Arsenal á dögunum. 4.1.2007 18:04 Framtíð Figo í uppnámi Mikil óvissa ríkir nú um framtíð miðjumannsins Figo hjá Inter Milan, en stutt er síðan knattspyrnufélag í Saudi Arabíu fullyrti að það hefði náð samkomulagi við Inter um kaup á kappanum. Roberto Mancini þjálfari Inter segir hinn 34 ára gamla leikmann ekki vera á förum frá félaginu og bendir á að hann sé samningsbundinn Inter út árið. 4.1.2007 17:32 Framtíð Mark Viduka óráðin Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki ætla að setja neina pressu á ástralska framherjann Mark Viduka um að skrifa undir nýjan samning við félagið þó gamli samningurinn hans renni út í sumar. 4.1.2007 17:15 Real Madrid búið að bjóða 40 milljónir evra í Ronaldo Spænska dagblaðið ABC fullyrðir í dag að spænska stórveldið Real Madrid sé búið að bjóða Manchester United 40 milljónir evra í kantmanninn knáa Cristiano Ronaldo. Portúgalinn ungi er þó alls ekki til sölu hjá United og því er haldið fram að tilboðið yrði að byrja í 70 milljónum evra til að ná athygli enska félagsins. 4.1.2007 17:12 Wright-Phillips á leið til West Ham? Breska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips frá Chelsea. Sagt er að kaupverðið sé 9,8 milljónir punda og að aðeins vanti blessun Jose Mourinho svo hægt sé að ganga frá viðskiptunum. 4.1.2007 16:55 Pardew sleppur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tilkynnti í dag að knattspyrnustjórinn Alan Pardew yrði ekki sóttur frekar til saka vegna rimmu sinnar við Arsene Wenger stjóra Arsenal þann 5. nóvember. Wenger var sektaður um 10 þúsund pund fyrir þátt sinn í atvikinu, en Pardew sleppur. 4.1.2007 16:51 Le Guen hættur hjá Rangers Paul Le Guen hefur látið af störfum sem þjálfari Rangers í Skotlandi, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við, en enginn þjálfari hefur verið jafn stutt í starfi í sögu félagsins. 4.1.2007 15:01 Juventus sagt hafa áhuga á Crouch Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu. 4.1.2007 14:48 John á leið frá Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur samþykkt kauptilboð frá ónefndu félagi í hollenska framherjann Collins John. Talið er að Watford sé félagið sem um ræðir, en Fulham hefur þegar gengið frá lánssamningi á ítalska framherjanum Vincenzo Montella. 4.1.2007 14:41 Wigan lækkar miðaverð Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný. 4.1.2007 14:36 Montella lánaður til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið ítalska framherjann Vincenzo Montella að láni í sex mánuði frá Roma á Ítalíu. Montella hefur leikið með Roma síðan árið 1999 og var í meistaraliði liðsins árið 2001. Hann er 32 ára gamall. 4.1.2007 14:23 Eriksson í viðræðum við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er nú í viðræðum við franska félagið Marseille um að taka við stöðu knattspyrnustjóra næsta sumar. Hann er auk þess í viðræðum við annað félagslið og eitt landslið. 3.1.2007 22:30 Eto´o er ekki til sölu Txiki Beguristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að ekki komi til greina að sóknarmaðurinn Samuel Eto´o verði seldur frá félaginu. Eto´o er að jafna sig af hnémeiðslum og hefur verið orðaður við AC Milan. 3.1.2007 21:15 Gareth Bale vekur áhuga úrvalsdeildarliða Fréttir frá Englandi í dag herma að Tottenham og Manchester United hafi bæði gert Southampton kauptilboð í 17 ára gamla landsliðsmanninn Gareth Bale frá Wales. Bale er sagður hafa vakið áhuga fjölda stórliða með góðum leik sínum með Southampton og því er í kjölfarið haldið fram að félagið hafi þegar boðið honum framlengingu á samningi sínum til að halda honum lengur. Hann ku metinn á um 7 milljónir punda. 3.1.2007 20:34 Inter hefur áhuga á Gilberto Ítölsku meistararnir Inter Milan eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Gilberto Silva í sínar raðir. Gilberto er samningsbundinn Arsenal til ársins 2009 og ólíklegt verður að teljast að enska félagið vilji selja brasilíska landsliðsmanninn. 3.1.2007 20:30 Mascherano heimtar að fara frá West Ham Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu. 3.1.2007 19:55 Villarreal hefur áhuga á Saviola Forráðamenn spænska liðsins Villarreal hafa mikinn áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Javier Saviola í sínar raðir og eru ekki eina liðið sem sýnt hefur leikmanninum áhuga undanfarið. Saviola hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona þrátt fyrir að allir séu sammála um hæfileika hans. 3.1.2007 18:44 Chris Morgan fyrir aganefnd Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, var í dag ákærður vegna atviks sem átti sér stað í sigri Sheffield og Arsenal á dögunum, þegar hann þótti slá til Robin van Persie. Dómari leiksins sá ekki atvikið, en Morgan hefur frest til morguns til að svara fyrir sig í málinu. 3.1.2007 18:06 Beckham að samningaborði í næstu viku Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins. 3.1.2007 15:27 Capello var nálægt því að taka við enska landsliðinu Ítalski þjálfarinn Fabio Capello sem stýrir Real Madrid í dag, segir að hann hafi verið inni í myndinni bæði hjá Manchester United og enska landsliðinu á sínum tíma. 3.1.2007 14:53 Við spiluðum eins og fyllibyttur Yossi Benayoun, miðjumaður West Ham, hefur látið hörð orð falla um spilamennsku liðsins í 6-0 tapinu gegn Reading á dögunum. Hann segir að liðið muni falla rakleitt niður um deild í vor ef það vinni ekki sigur í næsta leik gegn Fulham. 3.1.2007 14:46 Barcelona hafnaði Ronaldo Umboðsmaður portúgalska vængmannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United heldur því fram að Spánarmeistarar Barcelona hafi ákveðið að nýta ekki tækifæri til að kaupa leikmanninn fyrir HM á síðasta ári því félagið hafi ætlað að kaupa Thierry Henry hjá Arsenal. 3.1.2007 14:33 Van Persie er að verða einn af þeim bestu Thierry Henry sneri til baka úr meiðslum hjá Arsenal í gær og átti stóran þátt í stórsigri liðsins á Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að félagi sinn í framlínunni Robin van Persie sé að verða einn besti leikmaðurinn í deildinni eftir að sá hollenski skoraði tvö mörk í leiknum í gær. 3.1.2007 14:27 United hefur ekki nýtt sér erfiðleika okkar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester United hafi misst af gullnu tækifæri til að stinga af í deildinni yfir hátíðarnar eftir að Chelsea missteig sig og hefur nú gert þrjú jafntefli í röð. Hann segist mjög sáttur við að forskot þeirra rauðu sé aðeins sex stig á toppnum. 3.1.2007 14:20 Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. 2.1.2007 22:45 Enn tapar Chelsea stigum Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 2.1.2007 21:56 Arsenal burstaði Charlton Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni. 2.1.2007 21:47 Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés. 2.1.2007 20:47 Tottenham kaupir Alnwick Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda. 2.1.2007 17:52 Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20. 2.1.2007 16:45 Redknapp ætlar ekki að selja Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu. 2.1.2007 16:19 Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar. 2.1.2007 16:13 Parma á uppboð Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar. 2.1.2007 15:16 Ballack gengst við gagnrýni Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segist verðskulda alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir leik sinn með Englandsmeisturum Chelsea í vetur og segist eiga meira inni. Hann segist þó viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ganga í raðir enska liðsins í sumar. 2.1.2007 14:57 Niemi laus af sjúkrahúsi Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli. 2.1.2007 14:50 Áfall fyrir Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk. 2.1.2007 14:45 Bowyer frá keppni í sex vikur Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle. 2.1.2007 14:38 Sjá næstu 50 fréttir
Riquelme settur út úr liði Villarreal Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme er ekki í leikmannahópi Villarreal sem mætir Valencia um helgina og hefur þetta ýtt undir orðróm um að leikmaðurinn eigi í deilum við þjálfara sinn Manuel Pelligrini. Þjálfarinn segir það ekki rétt og segir Riquelme einfaldlega ekki henta leikaðferðum sínum fyrir þennan einstaka leik. 5.1.2007 15:06
Fréttir af tilboði Real Madrid eru bull Alex Ferguson, stóri Manchester United, segir að fréttir af risatilboði Real Madrid í vængmanninn Cristiano Ronaldo í gær séu hreint og klárt bull og segir leikmanninn ekki vera á leið frá félaginu. "Þeir hafa ekki boðið í hann, enda ræðum við ekki einu sinni tilboð í hann, svo við þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur," sagði Ferguson. 5.1.2007 15:03
Argentínumennirnir fara ekki frá West Ham Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki eiga von á því að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez fari frá félaginu á þessari leiktíð, einfaldlega vegna þess að þeir megi það ekki samkvæmt reglum FIFA. 5.1.2007 14:58
Hargreaves er falur fyrir 20 milljónir punda Sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen er hvergi lokið og í dag sagði forseti Bayern, Franz Beckenbauer, að félagið myndi ekki íhuga að selja hann fyrr en það fengi 20 milljón punda tilboð í leikmanninn. 5.1.2007 14:02
Unsworth til Wigan Wigan gekk í dag frá samningi við varnarmanninum reynda David Unsworth frá Sheffield United. Unsworth er 33 ára gamall og lék áður með Everton. Hann fór á frjálsri sölu til Wigan eftir tveggja ára veru í herbúðum Sheffield. Hann hefur ekki spilað leik síðan í október. 5.1.2007 13:49
Bent má fara fyrir rétt verð Alan Curbishley, nýráðinn stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú viðurkennt að félagið gæti þurft að selja framherjann Darren Bent - en aðeins ef rétt verð fæst fyrir hann. 5.1.2007 13:43
Boa Morte til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í dag frá kaupum á framherjanum Luis Boa Morte frá Fulham fyrir um 5 milljónir punda. Boa Morte er frá Portúgal og er 29 ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði Fulham undanfarin ár, en er nú fyrsti maðurinn sem Alan Curbishley knattspyrnustjóri kaupir til West Ham. 5.1.2007 13:38
Brassar mæta Portúgölum Knattspyrnusambandið í Brasilíu hefur nú upplýst að næsti leikur liðsins verði vináttuleikur gegn Portúgölum þann 6. febrúar næstkomandi. Talið er líklegt að leikurinn verði spilaður í London, en þessar frændþjóðir hafa ekki spilað leik síðan árið 2003 þegar Portúgalar höfðu betur 2-1. 4.1.2007 18:38
Morgan í þriggja leikja bann Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að slá til Robin van Persie hjá Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þann 30. desember sl. Þá var áfrýjun Charlton á brottvísun Osei Sankofa vísað frá, en hann fékk rautt spjald í leik gegn Arsenal á dögunum. 4.1.2007 18:04
Framtíð Figo í uppnámi Mikil óvissa ríkir nú um framtíð miðjumannsins Figo hjá Inter Milan, en stutt er síðan knattspyrnufélag í Saudi Arabíu fullyrti að það hefði náð samkomulagi við Inter um kaup á kappanum. Roberto Mancini þjálfari Inter segir hinn 34 ára gamla leikmann ekki vera á förum frá félaginu og bendir á að hann sé samningsbundinn Inter út árið. 4.1.2007 17:32
Framtíð Mark Viduka óráðin Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki ætla að setja neina pressu á ástralska framherjann Mark Viduka um að skrifa undir nýjan samning við félagið þó gamli samningurinn hans renni út í sumar. 4.1.2007 17:15
Real Madrid búið að bjóða 40 milljónir evra í Ronaldo Spænska dagblaðið ABC fullyrðir í dag að spænska stórveldið Real Madrid sé búið að bjóða Manchester United 40 milljónir evra í kantmanninn knáa Cristiano Ronaldo. Portúgalinn ungi er þó alls ekki til sölu hjá United og því er haldið fram að tilboðið yrði að byrja í 70 milljónum evra til að ná athygli enska félagsins. 4.1.2007 17:12
Wright-Phillips á leið til West Ham? Breska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips frá Chelsea. Sagt er að kaupverðið sé 9,8 milljónir punda og að aðeins vanti blessun Jose Mourinho svo hægt sé að ganga frá viðskiptunum. 4.1.2007 16:55
Pardew sleppur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tilkynnti í dag að knattspyrnustjórinn Alan Pardew yrði ekki sóttur frekar til saka vegna rimmu sinnar við Arsene Wenger stjóra Arsenal þann 5. nóvember. Wenger var sektaður um 10 þúsund pund fyrir þátt sinn í atvikinu, en Pardew sleppur. 4.1.2007 16:51
Le Guen hættur hjá Rangers Paul Le Guen hefur látið af störfum sem þjálfari Rangers í Skotlandi, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við, en enginn þjálfari hefur verið jafn stutt í starfi í sögu félagsins. 4.1.2007 15:01
Juventus sagt hafa áhuga á Crouch Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu. 4.1.2007 14:48
John á leið frá Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur samþykkt kauptilboð frá ónefndu félagi í hollenska framherjann Collins John. Talið er að Watford sé félagið sem um ræðir, en Fulham hefur þegar gengið frá lánssamningi á ítalska framherjanum Vincenzo Montella. 4.1.2007 14:41
Wigan lækkar miðaverð Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný. 4.1.2007 14:36
Montella lánaður til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið ítalska framherjann Vincenzo Montella að láni í sex mánuði frá Roma á Ítalíu. Montella hefur leikið með Roma síðan árið 1999 og var í meistaraliði liðsins árið 2001. Hann er 32 ára gamall. 4.1.2007 14:23
Eriksson í viðræðum við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er nú í viðræðum við franska félagið Marseille um að taka við stöðu knattspyrnustjóra næsta sumar. Hann er auk þess í viðræðum við annað félagslið og eitt landslið. 3.1.2007 22:30
Eto´o er ekki til sölu Txiki Beguristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að ekki komi til greina að sóknarmaðurinn Samuel Eto´o verði seldur frá félaginu. Eto´o er að jafna sig af hnémeiðslum og hefur verið orðaður við AC Milan. 3.1.2007 21:15
Gareth Bale vekur áhuga úrvalsdeildarliða Fréttir frá Englandi í dag herma að Tottenham og Manchester United hafi bæði gert Southampton kauptilboð í 17 ára gamla landsliðsmanninn Gareth Bale frá Wales. Bale er sagður hafa vakið áhuga fjölda stórliða með góðum leik sínum með Southampton og því er í kjölfarið haldið fram að félagið hafi þegar boðið honum framlengingu á samningi sínum til að halda honum lengur. Hann ku metinn á um 7 milljónir punda. 3.1.2007 20:34
Inter hefur áhuga á Gilberto Ítölsku meistararnir Inter Milan eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Gilberto Silva í sínar raðir. Gilberto er samningsbundinn Arsenal til ársins 2009 og ólíklegt verður að teljast að enska félagið vilji selja brasilíska landsliðsmanninn. 3.1.2007 20:30
Mascherano heimtar að fara frá West Ham Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu. 3.1.2007 19:55
Villarreal hefur áhuga á Saviola Forráðamenn spænska liðsins Villarreal hafa mikinn áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Javier Saviola í sínar raðir og eru ekki eina liðið sem sýnt hefur leikmanninum áhuga undanfarið. Saviola hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona þrátt fyrir að allir séu sammála um hæfileika hans. 3.1.2007 18:44
Chris Morgan fyrir aganefnd Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, var í dag ákærður vegna atviks sem átti sér stað í sigri Sheffield og Arsenal á dögunum, þegar hann þótti slá til Robin van Persie. Dómari leiksins sá ekki atvikið, en Morgan hefur frest til morguns til að svara fyrir sig í málinu. 3.1.2007 18:06
Beckham að samningaborði í næstu viku Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins. 3.1.2007 15:27
Capello var nálægt því að taka við enska landsliðinu Ítalski þjálfarinn Fabio Capello sem stýrir Real Madrid í dag, segir að hann hafi verið inni í myndinni bæði hjá Manchester United og enska landsliðinu á sínum tíma. 3.1.2007 14:53
Við spiluðum eins og fyllibyttur Yossi Benayoun, miðjumaður West Ham, hefur látið hörð orð falla um spilamennsku liðsins í 6-0 tapinu gegn Reading á dögunum. Hann segir að liðið muni falla rakleitt niður um deild í vor ef það vinni ekki sigur í næsta leik gegn Fulham. 3.1.2007 14:46
Barcelona hafnaði Ronaldo Umboðsmaður portúgalska vængmannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United heldur því fram að Spánarmeistarar Barcelona hafi ákveðið að nýta ekki tækifæri til að kaupa leikmanninn fyrir HM á síðasta ári því félagið hafi ætlað að kaupa Thierry Henry hjá Arsenal. 3.1.2007 14:33
Van Persie er að verða einn af þeim bestu Thierry Henry sneri til baka úr meiðslum hjá Arsenal í gær og átti stóran þátt í stórsigri liðsins á Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að félagi sinn í framlínunni Robin van Persie sé að verða einn besti leikmaðurinn í deildinni eftir að sá hollenski skoraði tvö mörk í leiknum í gær. 3.1.2007 14:27
United hefur ekki nýtt sér erfiðleika okkar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester United hafi misst af gullnu tækifæri til að stinga af í deildinni yfir hátíðarnar eftir að Chelsea missteig sig og hefur nú gert þrjú jafntefli í röð. Hann segist mjög sáttur við að forskot þeirra rauðu sé aðeins sex stig á toppnum. 3.1.2007 14:20
Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. 2.1.2007 22:45
Enn tapar Chelsea stigum Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 2.1.2007 21:56
Arsenal burstaði Charlton Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni. 2.1.2007 21:47
Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés. 2.1.2007 20:47
Tottenham kaupir Alnwick Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda. 2.1.2007 17:52
Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20. 2.1.2007 16:45
Redknapp ætlar ekki að selja Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu. 2.1.2007 16:19
Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar. 2.1.2007 16:13
Parma á uppboð Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar. 2.1.2007 15:16
Ballack gengst við gagnrýni Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segist verðskulda alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir leik sinn með Englandsmeisturum Chelsea í vetur og segist eiga meira inni. Hann segist þó viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ganga í raðir enska liðsins í sumar. 2.1.2007 14:57
Niemi laus af sjúkrahúsi Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli. 2.1.2007 14:50
Áfall fyrir Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk. 2.1.2007 14:45
Bowyer frá keppni í sex vikur Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle. 2.1.2007 14:38