Handbolti

Kristian Asmussen yfirgefur Magdeburg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgvin Páll í leik með Magdeburg
Björgvin Páll í leik með Magdeburg Nordicphotos/Getty
Danski markvörðurinn Kristian Asmussen, sem fenginn var til Magdeburg í haust til að leysa af Björgvin Pál Gústavsson sem átti við meiðsli að stríða, hefur haldið heim Danmerkur á ný.

Frá þessu er greint á handboltavefmiðlinum handball-planet. Samningur Asmussen gilti til sumarsins 2013 en hann hefur engu að síður ákveðið að halda heim á leið.

Asmussen hjálpaði Magdeburg að tryggja sér sæti í riðlakeppni EHF-bikarsins en liðið situr í áttunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Asmussen lék með Nordsjælland áður en hann hélt til Magdeburg. Óvíst er hvar hann mun spila eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×