Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Túnis 33-26 | Sannfærandi sigur Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöllinni skrifar 28. desember 2012 19:15 Íslenska handboltalandsliðið átti ekki í miklum vandræðum með slakt Túnislið í Höllinni í kvöld. Ísland vann leikinn með sjö marka mun, 33-26, eftir að hafa náð mest fjórtán marka forskoti í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið tók öll völd á vellinum um miðjan fyrri hálfleik þegar liðið skoraði níu mörk í röð og breytti stöðunni úr 6-5 í 15-5. Íslenska liðið var 19-9 yfir í hálfleik og var síðan komið í 24-10 eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði öllum að spreyta sig og liðið var að fá flott framlag frá mörgum mönnum í þessum leik. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með sjö mörk og Aron Pálmarsson kom næstur honum með fimm mörk. Báðir nýttu þeir öll skotin sín í leiknum. Alls skoruðu sjö leikmenn íslenska liðsins þrjú mörk eða fleira í kvöld. Túnis er reyndar ekki lið sem er líklegt til afreka á HM á Spáni en liðið náði þó aðeins að laga stöðuna á lokamínútum leiksins. Varnarleikurinn gekk lengstum vel og íslenska liðinu gekk vel að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kvöld en hraðaupphlaupsmörkin urðu alls tólf talsins. Frekari umfjöllun og viðtöl við strákana koma inn á Vísi seinna í kvöld. Snorri Steinn: Borgar sig ekki að lesa of mikið í þetta„Það kom mér á óvart hversu auðveld bráð þeir voru. Við erum með breytt lið en það eru þeir líka," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir sigurinn örugga gegn Túnis í kvöld. „Ég veit ekki hvenær þeir byrjuðu að æfa en við erum ekki búnir að æfa mikið saman. En þetta var góður leikur. Vörnin small vel og við leystum báðar varnirnar sem þeir spiluðu mjög vel. Það borgar sig samt ekki að vera að lesa of mikið í þetta. Undirbúningurinn er stutt á veg kominn." Snorri segir gott að byrja á öruggum sigri en hann ætlar að undirbúa sig fyrir leikinn á morgun eins og hann verði öðruvísi. „Ég ætla að búa mig undir það. Þeir eru alveg þekktir fyrir að vera fastir fyrir og harðir í horn að taka. Þeir voru það ekkert svakalega mikið í dag. Þeir geta ekki verið ánægðir með sína frammistöðu og ég býst við þeim grimmari á morgun." „Það eru ný andlit í hópnum hjá okkur og eðlilega var tækifærið notað til að skoða menn. Það eru nýir póstar að taka við og það þarf að taka stórar ákvarðanir þegar velja skal liðið," sagði Snorri Steinn. Aron Kristjáns: Viljum vinna alla leiki„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn mjög öflugur og við vorum að finna margar góðar lausnir. Þá var varnarleikurinn lengi vel leikinn af miklum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir öruggan sigur á Túnis í Höllinni. „Við vorum komnir með stórt forskot og duttum of mikið niður í seinni hálfleik. Við fórum á hælana í vörninni og þeir náðu að saxa á þetta." Aron segir að markmiðið fyrir morgundaginn sé meðal annars að fá leikmenn til að leika af krafti allar 60 mínúturnar „Við þurfum á því að halda. Svo eru viss leikatriði sem við prófum á morgun, þar á meðal verður Ólafur Guðmunds notaður í hægri skyttu. Við spilum af krafti og viljum vinna alla leiki en það eru viss atriði sem þarf að skoða." Hinn leikurinn gegn Túnis verður strax á morgun. „Nú fara leikmenn bara beint í háttinn en undirbúningur hjá okkur þjálfurunum fyrir leikinn fer á fullt," sagði Aron Kristjánsson. Aron Pálmars: Vonandi verður fært í Höllina á morgunAron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland sem vann sigur gegn Túnis 33-26 í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld. „Við vorum komnir með mikla forystu og það var erfitt að pumpa sig upp fyrir síðasta korterið. Mér fannst þeir ekki koma 100% inn í þetta og við eigum ekki að leyfa neinum að koma með hangandi haus á okkar heimavöll," sagði Aron. „Við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og gerðum það vel. Þegar lið eru komin 15 mörkum yfir gerist það sjálfkrafa kannski að menn slaka á. Þeir voru ekki það sterkir í dag að þeir næðu að snúa því við." Liðin mætast aftur 13:30 á morgun svo það er skammur tími til stefnu. „Ég held að morgunmaturinn sé alveg að byrja hjá okkur," sagði Aron kíminn. „Það er svefn og svo bara strax aftur leikur. Ég vona að bæði lið mæti stemmdari á morgun og það verði meiri hörkuleikur. Það væri líka gaman fyrir áhorfendur að fá jafnari leik." Laugardalshöllin var talsvert frá því að vera full í kvöld. „Vonandi verður fært í Höllina. Ég vona að færðin hafi verið ástæðan fyrir því að við fengum ekki fleiri áhorfendur," sagði Aron Pálmarsson. Vignir Svavars: Duttum niður á hælana„Við erum með miklu betra lið en þeir. Það eru margir flottir strákar að koma inn í þetta," sagði varnarjaxlinn Vignir Svavarsson eftir sigur Íslands gegn Túnis í kvöld. Íslenska liðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en lék ekki eins vel í þeim síðari. „Við vorum of passífir varnarlega í seinni hálfleik. Ef við ætlum að spila aggressíva vörn þá verðum við að vera frammi og fíflast í þeim. Við duttum niður á hælana og þar af leiðandi söxuðu þeir aðeins á þetta." „Það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu er fyrri hálfleikurinn varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera nákvæmlega það sem við lögðum upp með og það virkaði." „Vonandi náum við að spila góðan bolta á morgun og við verðum að passa það að við dettum ekki niður á hælana í seinni hálfleik. Ég býst við að Túnis komi með breytingar á sínum sóknarleik sem við þurfum að leysa á morgun," sagði Vignir Svavarsson.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið átti ekki í miklum vandræðum með slakt Túnislið í Höllinni í kvöld. Ísland vann leikinn með sjö marka mun, 33-26, eftir að hafa náð mest fjórtán marka forskoti í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið tók öll völd á vellinum um miðjan fyrri hálfleik þegar liðið skoraði níu mörk í röð og breytti stöðunni úr 6-5 í 15-5. Íslenska liðið var 19-9 yfir í hálfleik og var síðan komið í 24-10 eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði öllum að spreyta sig og liðið var að fá flott framlag frá mörgum mönnum í þessum leik. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með sjö mörk og Aron Pálmarsson kom næstur honum með fimm mörk. Báðir nýttu þeir öll skotin sín í leiknum. Alls skoruðu sjö leikmenn íslenska liðsins þrjú mörk eða fleira í kvöld. Túnis er reyndar ekki lið sem er líklegt til afreka á HM á Spáni en liðið náði þó aðeins að laga stöðuna á lokamínútum leiksins. Varnarleikurinn gekk lengstum vel og íslenska liðinu gekk vel að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kvöld en hraðaupphlaupsmörkin urðu alls tólf talsins. Frekari umfjöllun og viðtöl við strákana koma inn á Vísi seinna í kvöld. Snorri Steinn: Borgar sig ekki að lesa of mikið í þetta„Það kom mér á óvart hversu auðveld bráð þeir voru. Við erum með breytt lið en það eru þeir líka," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir sigurinn örugga gegn Túnis í kvöld. „Ég veit ekki hvenær þeir byrjuðu að æfa en við erum ekki búnir að æfa mikið saman. En þetta var góður leikur. Vörnin small vel og við leystum báðar varnirnar sem þeir spiluðu mjög vel. Það borgar sig samt ekki að vera að lesa of mikið í þetta. Undirbúningurinn er stutt á veg kominn." Snorri segir gott að byrja á öruggum sigri en hann ætlar að undirbúa sig fyrir leikinn á morgun eins og hann verði öðruvísi. „Ég ætla að búa mig undir það. Þeir eru alveg þekktir fyrir að vera fastir fyrir og harðir í horn að taka. Þeir voru það ekkert svakalega mikið í dag. Þeir geta ekki verið ánægðir með sína frammistöðu og ég býst við þeim grimmari á morgun." „Það eru ný andlit í hópnum hjá okkur og eðlilega var tækifærið notað til að skoða menn. Það eru nýir póstar að taka við og það þarf að taka stórar ákvarðanir þegar velja skal liðið," sagði Snorri Steinn. Aron Kristjáns: Viljum vinna alla leiki„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn mjög öflugur og við vorum að finna margar góðar lausnir. Þá var varnarleikurinn lengi vel leikinn af miklum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir öruggan sigur á Túnis í Höllinni. „Við vorum komnir með stórt forskot og duttum of mikið niður í seinni hálfleik. Við fórum á hælana í vörninni og þeir náðu að saxa á þetta." Aron segir að markmiðið fyrir morgundaginn sé meðal annars að fá leikmenn til að leika af krafti allar 60 mínúturnar „Við þurfum á því að halda. Svo eru viss leikatriði sem við prófum á morgun, þar á meðal verður Ólafur Guðmunds notaður í hægri skyttu. Við spilum af krafti og viljum vinna alla leiki en það eru viss atriði sem þarf að skoða." Hinn leikurinn gegn Túnis verður strax á morgun. „Nú fara leikmenn bara beint í háttinn en undirbúningur hjá okkur þjálfurunum fyrir leikinn fer á fullt," sagði Aron Kristjánsson. Aron Pálmars: Vonandi verður fært í Höllina á morgunAron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland sem vann sigur gegn Túnis 33-26 í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld. „Við vorum komnir með mikla forystu og það var erfitt að pumpa sig upp fyrir síðasta korterið. Mér fannst þeir ekki koma 100% inn í þetta og við eigum ekki að leyfa neinum að koma með hangandi haus á okkar heimavöll," sagði Aron. „Við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og gerðum það vel. Þegar lið eru komin 15 mörkum yfir gerist það sjálfkrafa kannski að menn slaka á. Þeir voru ekki það sterkir í dag að þeir næðu að snúa því við." Liðin mætast aftur 13:30 á morgun svo það er skammur tími til stefnu. „Ég held að morgunmaturinn sé alveg að byrja hjá okkur," sagði Aron kíminn. „Það er svefn og svo bara strax aftur leikur. Ég vona að bæði lið mæti stemmdari á morgun og það verði meiri hörkuleikur. Það væri líka gaman fyrir áhorfendur að fá jafnari leik." Laugardalshöllin var talsvert frá því að vera full í kvöld. „Vonandi verður fært í Höllina. Ég vona að færðin hafi verið ástæðan fyrir því að við fengum ekki fleiri áhorfendur," sagði Aron Pálmarsson. Vignir Svavars: Duttum niður á hælana„Við erum með miklu betra lið en þeir. Það eru margir flottir strákar að koma inn í þetta," sagði varnarjaxlinn Vignir Svavarsson eftir sigur Íslands gegn Túnis í kvöld. Íslenska liðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en lék ekki eins vel í þeim síðari. „Við vorum of passífir varnarlega í seinni hálfleik. Ef við ætlum að spila aggressíva vörn þá verðum við að vera frammi og fíflast í þeim. Við duttum niður á hælana og þar af leiðandi söxuðu þeir aðeins á þetta." „Það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu er fyrri hálfleikurinn varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera nákvæmlega það sem við lögðum upp með og það virkaði." „Vonandi náum við að spila góðan bolta á morgun og við verðum að passa það að við dettum ekki niður á hælana í seinni hálfleik. Ég býst við að Túnis komi með breytingar á sínum sóknarleik sem við þurfum að leysa á morgun," sagði Vignir Svavarsson.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn