Björgvin Páll: Ég er frískur og hungraður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2012 15:00 Björgvin stóð vaktina í markinu á landsliðsæfingunni í gærkvöldi. Mynd/Stefán Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leikina gegn Túnis í kvöld og á morgun. Björgvin hefur glímt við fylgigigt í kjölfar salmonellusýkingar undanfarnar vikur en segist vera að komast í gott stand. „Ég spilaði sextíu mínútur í þar síðasta leik og þrjátíu mínútur í leiknum þar á eftir. Ég held ég sé orðinn nokkuð góður. Nokkrar mínútur með landsliðinu og þá verð ég 100 prósent," segir Björgvin sem leikur með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Skrokkurinn er í góður lagi. Ég er frískur og hungraður líka sem hjálpar manni líka þegar maður er búinn að vera frá í átta til tíu vikur. Það er ennþá skemmtilegra að vera inni á vellinum. Ég held ég sé kominn í gott form," segir landsliðsmarkvörðurinn. Björgvin hungrar enn meir en aðra leikmenn liðsins að spila enda verið frá keppni í töluverðan tíma. „Ég er mjög ferskur. Ég fékk pásu þótt hún hafi ekki verið voðalega skemmtileg og ég hefði kosið gott sumarfrí fram yfir eitthvað svona. Maður tekur því bara og kannski var hún góð fyrir andlega þáttinn. Þá kemur maður ennþá sterkari tilbaka," segir Björgvin sem nýtur þess að spila fyrir landsliðið. „Þetta er frábær tími til að koma inn og landsliðið þar sem maður hefur mest gaman af því að spila. Ég er fullur orku og mjög spenntur." Björgvin telur að íslenska liðið geti grætt mikið á æfingaleikjunum tveimur gegn Túnis í kvöld og á morgun. „Menn eru kannski aðeins þreyttir og laskaðir eftir tímabilið, flestir nýkomnir úr ferðalagi í gær. Við getum fengið helling út úr þessum leikjum. Hver mínúta er mikilvæg þar sem tíminn er stuttur og þarf að slípa ýmislegt saman. Það vantar nokkra leikmenn og þarf að koma nýjum leikmönnum í ný hlutverk," segir Björgvin og bætir við að kærkomið sé að fá þessa tvo leiki áður en leikmenn fái stutt hlé. Hann vonast eftir góðum stuðningi á leikjunum gegn Túnis. „Við spilum bara tvo leiki hérna heima áður en við höldum utan þannig að fá góða kveðju áður en við förum gefur þessu gildi. Ég hvet alla til þess að mæta. Ég lofa góðri skemmtun og góðri stemmningu. Við verðum að fá fólk í húsið til þess að þetta verði ennþá skemmtilegra," segir landsliðsmarkvörðurinn. Fyrri leikur Íslands og Túnis hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19.45. Sá síðari fer fram á sama stað klukkan 13.30 á morgun. Tengdar fréttir Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir? Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en mentor Arons var í Danmörku. 28. desember 2012 08:00 Ísland mætir Túnis í fyrri leiknum í Höllinni í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Túnis í fyrri æfingaleik þjóðanna í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. 28. desember 2012 12:56 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leikina gegn Túnis í kvöld og á morgun. Björgvin hefur glímt við fylgigigt í kjölfar salmonellusýkingar undanfarnar vikur en segist vera að komast í gott stand. „Ég spilaði sextíu mínútur í þar síðasta leik og þrjátíu mínútur í leiknum þar á eftir. Ég held ég sé orðinn nokkuð góður. Nokkrar mínútur með landsliðinu og þá verð ég 100 prósent," segir Björgvin sem leikur með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Skrokkurinn er í góður lagi. Ég er frískur og hungraður líka sem hjálpar manni líka þegar maður er búinn að vera frá í átta til tíu vikur. Það er ennþá skemmtilegra að vera inni á vellinum. Ég held ég sé kominn í gott form," segir landsliðsmarkvörðurinn. Björgvin hungrar enn meir en aðra leikmenn liðsins að spila enda verið frá keppni í töluverðan tíma. „Ég er mjög ferskur. Ég fékk pásu þótt hún hafi ekki verið voðalega skemmtileg og ég hefði kosið gott sumarfrí fram yfir eitthvað svona. Maður tekur því bara og kannski var hún góð fyrir andlega þáttinn. Þá kemur maður ennþá sterkari tilbaka," segir Björgvin sem nýtur þess að spila fyrir landsliðið. „Þetta er frábær tími til að koma inn og landsliðið þar sem maður hefur mest gaman af því að spila. Ég er fullur orku og mjög spenntur." Björgvin telur að íslenska liðið geti grætt mikið á æfingaleikjunum tveimur gegn Túnis í kvöld og á morgun. „Menn eru kannski aðeins þreyttir og laskaðir eftir tímabilið, flestir nýkomnir úr ferðalagi í gær. Við getum fengið helling út úr þessum leikjum. Hver mínúta er mikilvæg þar sem tíminn er stuttur og þarf að slípa ýmislegt saman. Það vantar nokkra leikmenn og þarf að koma nýjum leikmönnum í ný hlutverk," segir Björgvin og bætir við að kærkomið sé að fá þessa tvo leiki áður en leikmenn fái stutt hlé. Hann vonast eftir góðum stuðningi á leikjunum gegn Túnis. „Við spilum bara tvo leiki hérna heima áður en við höldum utan þannig að fá góða kveðju áður en við förum gefur þessu gildi. Ég hvet alla til þess að mæta. Ég lofa góðri skemmtun og góðri stemmningu. Við verðum að fá fólk í húsið til þess að þetta verði ennþá skemmtilegra," segir landsliðsmarkvörðurinn. Fyrri leikur Íslands og Túnis hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19.45. Sá síðari fer fram á sama stað klukkan 13.30 á morgun.
Tengdar fréttir Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir? Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en mentor Arons var í Danmörku. 28. desember 2012 08:00 Ísland mætir Túnis í fyrri leiknum í Höllinni í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Túnis í fyrri æfingaleik þjóðanna í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. 28. desember 2012 12:56 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir? Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en mentor Arons var í Danmörku. 28. desember 2012 08:00
Ísland mætir Túnis í fyrri leiknum í Höllinni í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Túnis í fyrri æfingaleik þjóðanna í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. 28. desember 2012 12:56
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu