Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir? Guðjón Guðmundsson. skrifar 28. desember 2012 08:00 Bogdan Kowalczyk með Guðjóni Guðmundssyni. Þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik 11. janúar má segja að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska karlalandsliðinu sem tekur þátt í sínu sautjánda HM. Aron Kristjánsson, einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga, mun stjórna liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast með hvernig Hafnfirðingnum reiðir af. Kröfurnar eru miklar enda hefur liðið á undangengnum árum náð afburðaárangri sem á sér ekki hliðstæðu hjá íslenskum flokkaíþróttamönnum. Forverar Arons í starfi námu allir fræðin hjá þjálfurum úr austurvegi og skal þar fremstan nefna Bogdan Kowalczyk sem markaði dýpri spor í handboltann á Íslandi en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Með gjörbreyttum vinnubrögðum hafði hann áhrif á lærisveina sína sem á eftir komu þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og síðast en ekki síst Guðmund Guðmundsson. Ekki má gleyma þeim þjálfara sem náð hefur bestum árangri á heimsmeistaramóti til þessa, Þorbirni Jenssyni, sem náði fimmta sætinu í Kumamoto í Japan 1997. Honum til halds og trausts var einhver alsnjallasti þjálfari fyrrum Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev. Skipulagður leikur í vörn sem sókn ásamt öflugum hraðaupphlaupum hafa verið aðalsmerki landsliðsins á undangengnum árum og hafa austur-evrópsk áhrif á leikstíl liðsins verið augljós. Ljóst er að Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð og ekki síst Guðmund sem kom landsliðinu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Afrek sem væntanlega seint verður toppað. Aron Kristjánsson kemur í raun úr allt öðru umhverfi. Hans lærimeistari og mentor var einhver albesti handknattleiksmaður Dana í gegnum tíðina, Anders Dahl-Nielsen. Nielsen þjálfaði danska landsliðið, Flensburg, Skjern og auðvitað KR þar sem hann gerði garðinn frægan á árunum 1983-1984. Aron Kristjánsson lék undir stjórn Danans hjá Skjern og tók síðan við starfi hans hjá félaginu og náði afbragðsgóðum árangri. Það hefur glöggt mátt greina á leikstíl Hauka að þar gætir skandinavískra áhrifa mun meira en hjá forverum Arons með landsliðið. Það er ljóst að Aron mun fara aðrar leiðir en forverar hans í starfi. Það sást strax í undankeppni Evrópumótsins í haust þegar Íslendingar lögðu Hvít-Rússa og Rúmena. Aron Kristjánsson notaði þar fleiri leikmenn en Íslendingar hafa átt að venjast og minnti mjög á vinnubrögð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana. Guðmundur Guðmundsson var íhaldssamur þjálfari. Það var hans stærsti kostur og jafnframt hans mesti galli. Þetta mun Aron reyna að forðast í lengstu lög en hafa ber í huga að íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum í aðdraganda mótsins. Tveir af máttarstólpum liðsins, Arnór Atlason og Alexander Petersson, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað munu ungir leikmenn væntanlega fá þau tækifæri sem margir hafa beðið eftir á síðustu árum. Þar skal helsta telja Ólafana þrjá Ragnarsson, Gústafsson og Guðmundsson. Það er ekki sjálfgefið að þessir leikmenn feti í fótspor þeirra sem ekki gáfu kost á sér en einhvern tímann er allt fyrst og þeirra tími er kominn. Aron Kristjánsson á erfitt verkefni fyrir höndum. Það er ekki einfalt mál að taka við keflinu af sigursælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðmundi Guðmundssyni. Fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu árið 2002, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og bronsverðlaun á EM í Austurríki sama ár. Þetta eru viðmiðin sem nýráðinn landsliðsþjálfari þarf að keppa við og mæla sig við. Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik 11. janúar má segja að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska karlalandsliðinu sem tekur þátt í sínu sautjánda HM. Aron Kristjánsson, einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga, mun stjórna liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast með hvernig Hafnfirðingnum reiðir af. Kröfurnar eru miklar enda hefur liðið á undangengnum árum náð afburðaárangri sem á sér ekki hliðstæðu hjá íslenskum flokkaíþróttamönnum. Forverar Arons í starfi námu allir fræðin hjá þjálfurum úr austurvegi og skal þar fremstan nefna Bogdan Kowalczyk sem markaði dýpri spor í handboltann á Íslandi en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Með gjörbreyttum vinnubrögðum hafði hann áhrif á lærisveina sína sem á eftir komu þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og síðast en ekki síst Guðmund Guðmundsson. Ekki má gleyma þeim þjálfara sem náð hefur bestum árangri á heimsmeistaramóti til þessa, Þorbirni Jenssyni, sem náði fimmta sætinu í Kumamoto í Japan 1997. Honum til halds og trausts var einhver alsnjallasti þjálfari fyrrum Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev. Skipulagður leikur í vörn sem sókn ásamt öflugum hraðaupphlaupum hafa verið aðalsmerki landsliðsins á undangengnum árum og hafa austur-evrópsk áhrif á leikstíl liðsins verið augljós. Ljóst er að Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð og ekki síst Guðmund sem kom landsliðinu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Afrek sem væntanlega seint verður toppað. Aron Kristjánsson kemur í raun úr allt öðru umhverfi. Hans lærimeistari og mentor var einhver albesti handknattleiksmaður Dana í gegnum tíðina, Anders Dahl-Nielsen. Nielsen þjálfaði danska landsliðið, Flensburg, Skjern og auðvitað KR þar sem hann gerði garðinn frægan á árunum 1983-1984. Aron Kristjánsson lék undir stjórn Danans hjá Skjern og tók síðan við starfi hans hjá félaginu og náði afbragðsgóðum árangri. Það hefur glöggt mátt greina á leikstíl Hauka að þar gætir skandinavískra áhrifa mun meira en hjá forverum Arons með landsliðið. Það er ljóst að Aron mun fara aðrar leiðir en forverar hans í starfi. Það sást strax í undankeppni Evrópumótsins í haust þegar Íslendingar lögðu Hvít-Rússa og Rúmena. Aron Kristjánsson notaði þar fleiri leikmenn en Íslendingar hafa átt að venjast og minnti mjög á vinnubrögð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana. Guðmundur Guðmundsson var íhaldssamur þjálfari. Það var hans stærsti kostur og jafnframt hans mesti galli. Þetta mun Aron reyna að forðast í lengstu lög en hafa ber í huga að íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum í aðdraganda mótsins. Tveir af máttarstólpum liðsins, Arnór Atlason og Alexander Petersson, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað munu ungir leikmenn væntanlega fá þau tækifæri sem margir hafa beðið eftir á síðustu árum. Þar skal helsta telja Ólafana þrjá Ragnarsson, Gústafsson og Guðmundsson. Það er ekki sjálfgefið að þessir leikmenn feti í fótspor þeirra sem ekki gáfu kost á sér en einhvern tímann er allt fyrst og þeirra tími er kominn. Aron Kristjánsson á erfitt verkefni fyrir höndum. Það er ekki einfalt mál að taka við keflinu af sigursælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðmundi Guðmundssyni. Fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu árið 2002, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og bronsverðlaun á EM í Austurríki sama ár. Þetta eru viðmiðin sem nýráðinn landsliðsþjálfari þarf að keppa við og mæla sig við.
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn