Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir? Guðjón Guðmundsson. skrifar 28. desember 2012 08:00 Bogdan Kowalczyk með Guðjóni Guðmundssyni. Þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik 11. janúar má segja að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska karlalandsliðinu sem tekur þátt í sínu sautjánda HM. Aron Kristjánsson, einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga, mun stjórna liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast með hvernig Hafnfirðingnum reiðir af. Kröfurnar eru miklar enda hefur liðið á undangengnum árum náð afburðaárangri sem á sér ekki hliðstæðu hjá íslenskum flokkaíþróttamönnum. Forverar Arons í starfi námu allir fræðin hjá þjálfurum úr austurvegi og skal þar fremstan nefna Bogdan Kowalczyk sem markaði dýpri spor í handboltann á Íslandi en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Með gjörbreyttum vinnubrögðum hafði hann áhrif á lærisveina sína sem á eftir komu þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og síðast en ekki síst Guðmund Guðmundsson. Ekki má gleyma þeim þjálfara sem náð hefur bestum árangri á heimsmeistaramóti til þessa, Þorbirni Jenssyni, sem náði fimmta sætinu í Kumamoto í Japan 1997. Honum til halds og trausts var einhver alsnjallasti þjálfari fyrrum Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev. Skipulagður leikur í vörn sem sókn ásamt öflugum hraðaupphlaupum hafa verið aðalsmerki landsliðsins á undangengnum árum og hafa austur-evrópsk áhrif á leikstíl liðsins verið augljós. Ljóst er að Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð og ekki síst Guðmund sem kom landsliðinu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Afrek sem væntanlega seint verður toppað. Aron Kristjánsson kemur í raun úr allt öðru umhverfi. Hans lærimeistari og mentor var einhver albesti handknattleiksmaður Dana í gegnum tíðina, Anders Dahl-Nielsen. Nielsen þjálfaði danska landsliðið, Flensburg, Skjern og auðvitað KR þar sem hann gerði garðinn frægan á árunum 1983-1984. Aron Kristjánsson lék undir stjórn Danans hjá Skjern og tók síðan við starfi hans hjá félaginu og náði afbragðsgóðum árangri. Það hefur glöggt mátt greina á leikstíl Hauka að þar gætir skandinavískra áhrifa mun meira en hjá forverum Arons með landsliðið. Það er ljóst að Aron mun fara aðrar leiðir en forverar hans í starfi. Það sást strax í undankeppni Evrópumótsins í haust þegar Íslendingar lögðu Hvít-Rússa og Rúmena. Aron Kristjánsson notaði þar fleiri leikmenn en Íslendingar hafa átt að venjast og minnti mjög á vinnubrögð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana. Guðmundur Guðmundsson var íhaldssamur þjálfari. Það var hans stærsti kostur og jafnframt hans mesti galli. Þetta mun Aron reyna að forðast í lengstu lög en hafa ber í huga að íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum í aðdraganda mótsins. Tveir af máttarstólpum liðsins, Arnór Atlason og Alexander Petersson, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað munu ungir leikmenn væntanlega fá þau tækifæri sem margir hafa beðið eftir á síðustu árum. Þar skal helsta telja Ólafana þrjá Ragnarsson, Gústafsson og Guðmundsson. Það er ekki sjálfgefið að þessir leikmenn feti í fótspor þeirra sem ekki gáfu kost á sér en einhvern tímann er allt fyrst og þeirra tími er kominn. Aron Kristjánsson á erfitt verkefni fyrir höndum. Það er ekki einfalt mál að taka við keflinu af sigursælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðmundi Guðmundssyni. Fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu árið 2002, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og bronsverðlaun á EM í Austurríki sama ár. Þetta eru viðmiðin sem nýráðinn landsliðsþjálfari þarf að keppa við og mæla sig við. Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik 11. janúar má segja að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska karlalandsliðinu sem tekur þátt í sínu sautjánda HM. Aron Kristjánsson, einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga, mun stjórna liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast með hvernig Hafnfirðingnum reiðir af. Kröfurnar eru miklar enda hefur liðið á undangengnum árum náð afburðaárangri sem á sér ekki hliðstæðu hjá íslenskum flokkaíþróttamönnum. Forverar Arons í starfi námu allir fræðin hjá þjálfurum úr austurvegi og skal þar fremstan nefna Bogdan Kowalczyk sem markaði dýpri spor í handboltann á Íslandi en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Með gjörbreyttum vinnubrögðum hafði hann áhrif á lærisveina sína sem á eftir komu þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og síðast en ekki síst Guðmund Guðmundsson. Ekki má gleyma þeim þjálfara sem náð hefur bestum árangri á heimsmeistaramóti til þessa, Þorbirni Jenssyni, sem náði fimmta sætinu í Kumamoto í Japan 1997. Honum til halds og trausts var einhver alsnjallasti þjálfari fyrrum Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev. Skipulagður leikur í vörn sem sókn ásamt öflugum hraðaupphlaupum hafa verið aðalsmerki landsliðsins á undangengnum árum og hafa austur-evrópsk áhrif á leikstíl liðsins verið augljós. Ljóst er að Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð og ekki síst Guðmund sem kom landsliðinu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Afrek sem væntanlega seint verður toppað. Aron Kristjánsson kemur í raun úr allt öðru umhverfi. Hans lærimeistari og mentor var einhver albesti handknattleiksmaður Dana í gegnum tíðina, Anders Dahl-Nielsen. Nielsen þjálfaði danska landsliðið, Flensburg, Skjern og auðvitað KR þar sem hann gerði garðinn frægan á árunum 1983-1984. Aron Kristjánsson lék undir stjórn Danans hjá Skjern og tók síðan við starfi hans hjá félaginu og náði afbragðsgóðum árangri. Það hefur glöggt mátt greina á leikstíl Hauka að þar gætir skandinavískra áhrifa mun meira en hjá forverum Arons með landsliðið. Það er ljóst að Aron mun fara aðrar leiðir en forverar hans í starfi. Það sást strax í undankeppni Evrópumótsins í haust þegar Íslendingar lögðu Hvít-Rússa og Rúmena. Aron Kristjánsson notaði þar fleiri leikmenn en Íslendingar hafa átt að venjast og minnti mjög á vinnubrögð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana. Guðmundur Guðmundsson var íhaldssamur þjálfari. Það var hans stærsti kostur og jafnframt hans mesti galli. Þetta mun Aron reyna að forðast í lengstu lög en hafa ber í huga að íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum í aðdraganda mótsins. Tveir af máttarstólpum liðsins, Arnór Atlason og Alexander Petersson, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað munu ungir leikmenn væntanlega fá þau tækifæri sem margir hafa beðið eftir á síðustu árum. Þar skal helsta telja Ólafana þrjá Ragnarsson, Gústafsson og Guðmundsson. Það er ekki sjálfgefið að þessir leikmenn feti í fótspor þeirra sem ekki gáfu kost á sér en einhvern tímann er allt fyrst og þeirra tími er kominn. Aron Kristjánsson á erfitt verkefni fyrir höndum. Það er ekki einfalt mál að taka við keflinu af sigursælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðmundi Guðmundssyni. Fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu árið 2002, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og bronsverðlaun á EM í Austurríki sama ár. Þetta eru viðmiðin sem nýráðinn landsliðsþjálfari þarf að keppa við og mæla sig við.
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira