Bjarki Már: Baráttan er á milli okkar Stefáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2012 07:00 Bjarki Már var í æfingahópnum fyrir ÓL í London en var ekki valinn í lokahópinn. Mynd/Stefán Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður N1-deildar karla, mætti á fyrstu æfingu karlalandsliðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Kópavogsbúinn hefur skorað 83 mörk í leikjunum tólf og klár í slaginn fyrir landsleikina tvo gegn Túnisum í kvöld og á morgun. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég er búinn að vera að undirbúa mig síðustu daga. Ég er kominn í gírinn," segir Bjarki Már. „Það er mjög gaman fyrir áhugamanninn á Íslandi að mæta á æfingar með atvinnumönnunum. Það er auðvitað mikil spenna og ég hlakka til," segir Bjarki Már, sem hefur farið rólega í kjötið yfir hátíðarnar. „Ég taldi ofan í mig sneiðarnar svo þetta færi ekki upp fyrir ósæmileg mörk," sagði Bjarki Már, sem hefur mestar áhyggjur af saltmagninu í kjötinu. „Ég reyndi að borða sem minnst af því svo það bindi ekki allan vökvann inni þegar maður byrjar að hreyfa sig," sagði Bjarki Már sem æft hefur stíft frá því að leik lauk í deildarkeppninni hér heima um miðjan mánuðinn. Bjarki Már er í 23 manna landsliðshópi Arons Kristjánssonar. Ljóst er að aðeins 16 leikmenn verða í lokahópnum og samkeppnin um stöðu vinstri hornamanns er hörð. Þar hittir Bjarki Már fyrir Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Kiel, og Stefán Rafn Sigurmannsson hjá Rhein-Neckar Löwen. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá að Guðjón Valur mun spila þetta allt saman. Á meðan hann er heill er hann langbesti kosturinn í stöðunni. Stefán Rafn hefur staðið sig vel en ég tel að hann sé ekki kominn lengra en ég í þessari grein. Að mínu mati stendur baráttan á milli okkar tveggja," segir Bjarki Már sem stefnir á atvinnumennsku á næsta tímabili. „Ég hef aðeins verið í sambandi við umboðsmenn, fengið nokkrar fyrirspurnir að utan en ekkert heyrt meira. Stefnan er svo sannarlega sett út á næsta tímabili. Það er klárt en ég þarf að standa mig áfram vel hérna heima." Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður N1-deildar karla, mætti á fyrstu æfingu karlalandsliðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Kópavogsbúinn hefur skorað 83 mörk í leikjunum tólf og klár í slaginn fyrir landsleikina tvo gegn Túnisum í kvöld og á morgun. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég er búinn að vera að undirbúa mig síðustu daga. Ég er kominn í gírinn," segir Bjarki Már. „Það er mjög gaman fyrir áhugamanninn á Íslandi að mæta á æfingar með atvinnumönnunum. Það er auðvitað mikil spenna og ég hlakka til," segir Bjarki Már, sem hefur farið rólega í kjötið yfir hátíðarnar. „Ég taldi ofan í mig sneiðarnar svo þetta færi ekki upp fyrir ósæmileg mörk," sagði Bjarki Már, sem hefur mestar áhyggjur af saltmagninu í kjötinu. „Ég reyndi að borða sem minnst af því svo það bindi ekki allan vökvann inni þegar maður byrjar að hreyfa sig," sagði Bjarki Már sem æft hefur stíft frá því að leik lauk í deildarkeppninni hér heima um miðjan mánuðinn. Bjarki Már er í 23 manna landsliðshópi Arons Kristjánssonar. Ljóst er að aðeins 16 leikmenn verða í lokahópnum og samkeppnin um stöðu vinstri hornamanns er hörð. Þar hittir Bjarki Már fyrir Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Kiel, og Stefán Rafn Sigurmannsson hjá Rhein-Neckar Löwen. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá að Guðjón Valur mun spila þetta allt saman. Á meðan hann er heill er hann langbesti kosturinn í stöðunni. Stefán Rafn hefur staðið sig vel en ég tel að hann sé ekki kominn lengra en ég í þessari grein. Að mínu mati stendur baráttan á milli okkar tveggja," segir Bjarki Már sem stefnir á atvinnumennsku á næsta tímabili. „Ég hef aðeins verið í sambandi við umboðsmenn, fengið nokkrar fyrirspurnir að utan en ekkert heyrt meira. Stefnan er svo sannarlega sett út á næsta tímabili. Það er klárt en ég þarf að standa mig áfram vel hérna heima."
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn