Fleiri fréttir

Hættir John Terry í enska landsliðinu?

Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund.

Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar.

NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia

Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana.

Er ekki búinn að semja

Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé rangt sem kvisaðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska félagið Kiel, sem hefur augastað á leikmanninum. Hans mál skýrast um helgina eða eftir helgi. Þrjú félög eru í sigtinu.

Aron fékk slæma matareitrun

Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, er á ágætum batavegi eftir að hafa fengið heiftarlega matareitrun sem hefur haldið honum í rúminu alla helgina.

City þarf að komast aftur á skrið

Árið hefur ekki byrjað nógu vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildabikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra.

John Terry er bálreiður og í sárum

Enskir fjölmiðlar segja að John Terry sé í sárum eftir að stjórn enska knattspyrnusambandsins ákvað í morgun að taka af honum fyrirliðaband enska landsliðsins.

Stórsigur Fram á FH

Fram vann í kvöld yfirburðasigur á FH í N1-deild kvenna, 35-15, og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar.

Ancelotti: Real og Barca eru langsigurstranglegust í Meistaradeildinni

Carlo Ancelotti, stjóri Paris Saint-Germain, er sannfærður um að Meistaradeildarbikarinn sé aftur á leiðinni til Spánar. Hann telur að Real Madrid og Barcelona séu í sérflokki meðal bestu liða Evrópu og annaðhvort þeirra eigi eftir að vinna Meistaradeildina í vor.

Logi í sigurliði

Þremur leikjum kvöldsins af fjórum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Seinka þurfti leik Sundsvall og LF Basket um næstum tvær klukkustundir þar sem að dómarar mættu of seint.

KSÍ skilaði hagnaði árið 2011

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning fyrir árið 2011 á heimasíðu sinni en um helgina fer fram ársþing sambandsins.

Dalglish: Bannið gæti hjálpað Luis Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, trúir því að átta leikja bannið hans Luis Suarez muni hjálpa Úrúgvæmanninum að halda sér ferskum og heilum til loka tímabilsins. Luis Suarez er nú búinn að taka út bannið og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

Gro Hammerseng búin að eignast lítinn strák

Gro Hammerseng, fyrirliði norska kvennalandsliðsins í handbolta og ein besta handboltakona heims, er orðin mamma en hún eignast sitt fyrsta barna í gær. Hammerseng og kærasta hennar, handboltakonan Anja Edin, eru himinlifandi með strákinn sinn.

Þórey Rósa framlengdi við Team Tvis Holstebro

Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro um tvö ár en Þórey Rósa var í stór hlutverki með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Brasilíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Team Tvis Holstebro.

Gerrard: Við höfum allir saknað Suarez

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar því að Luis Suarez sé búinn að taka út átta leikja bann og verði með liðinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið. Suarez hefur ekki spilað með Liverpool á þessu ári en liðið vann 4 af 8 leikjum án hans og sló bæði Manchester-liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni.

Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur.

Guðjón Valur búinn að semja við Kiel

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta hefur skrifað undir samning við þýska stórveldið Kiel en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni. Guðjón Valur hætti hjá danska stórliðinu AG Kaupmannahöfn rennur út í vor.

Terry fékk símtal klukkan tíu - missir fyrirliðabandið

John Terry er ekki lengur fyrirliði enska landsliðsins því hann fékk símtal frá stjórnarformanni enska knattspyrnusambandsins klukkan tíu í morgun þar sem að honum var tilkynnt að hann yrði ekki áfram fyrirliði landsliðsins.

Lennart Johannson: Blatter á að hætta sem forseti FIFA

Lennart Johannson, fyrrum forseti UEFA og varaforseti FIFA, segir að Sepp Blatter, forseti FIFA, eigi að segja af sér og hætta að leika einræðisherra í fótboltaheiminum. Johannson talaði um þetta í úrvarpsviðtali við BBC.

Liverpool fær miklu færri miða á Old Trafford

Forráðamenn Manchester United hafa ákveðið að láta Liverpool fá aðeins 2100 miða fyrir stuðningsmenn sína á deildarleik erkifjendanna á Old Trafford 11. febrúar en það er þriðjungi minna en venjan er.

NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði

Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik.

Íslensku hrosshárin slógu í gegn

Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar.

Terry missir líklega aftur fyrirliðabandið skömmu fyrir stórmót

Stjórn enska knattspyrnusambandins er nú að fara yfir það hvort að John Terry fái að halda fyrirliðabandi enska landsliðsins. Terry hefur verið ásakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR og framundan eru réttarhöld yfir Terry eftir Evrópumótið í sumar.

NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu Clippers | Stórleikur Rose í New York

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York.

Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig

Heiðar Helguson segist ekkert vera að fara á taugum þó svo framherjum QPR hafi fjölgað um þrjá í síðasta mánuði. Hann óttast ekki samkeppni. Ef á þurfi að halda verði hann þolinmóður. Honum líst vel á nýja stjórann, Mark Hughes.

Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks

Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund krónur íslenskar. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir.

Tevez segir ummæli sín í Kicker skálduð

Carlos Tevez og hans fulltrúar sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ummæli sem höfð voru eftir honum í þýska blaðinu Kicker í dag séu skálduð.

Aron var mjög reiður sínum leikmönnum

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur við sitt lið í kvöld og las liðinu heldur betur pistilinn inn í klefa eftir leik. Haukar steinlágu fyrir Val í kvöld, 25-18.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87

Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 25-27

HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27.

Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21

Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20

Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það.

Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi

Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum.

Vitor Baia: Mourinho hefði verið góður þjálfari fyrir Barcelona

Vitor Baia, fyrrum markvörður Barcelona, er örugglega einn af fáum Barcelona-mönnum sem væri tilbúinn að bjóða Jose Mourinho, þjálfara erkifjendanna í Real Madrid, velkominn til Barcelona. Vitor Baia hefði viljað sjá Mourinho þjálfa Barcelona-liðið.

Sjá næstu 50 fréttir