Fleiri fréttir De Gea öruggur með sætið á næstunni | Lindegaard frá í fjórar vikur Spánverjinn David de Gea ætti að eiga fast sæti í markinu hjá Manchester United í næstu leikjum eftir að það kom í ljós að Daninn Anders Lindegaard verður frá í fjórar vikur vegna meiðsla. De Gea hefur mátt þola gagnrýni fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford. 2.2.2012 14:15 Özil vill klára ferillinn hjá Real Madrid Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er aðeins 23 ára gamall en hefur samt þegar sett stefnuna á það að klára ferilinn hjá spænska liðinu. Hann lét hafa það eftir sér í viðtali við þýska blaðið Kicker. 2.2.2012 13:30 Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með. 2.2.2012 13:00 Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger. 2.2.2012 11:45 Ásgeir Gunnar hættur hjá FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum. 2.2.2012 11:31 Warnock hefur áhuga á því að taka við Leeds Neil Warnock, fyrrum stjóri Queens Park Rangers, hefur mikinn áhuga á því að komast í stjórastólinn hjá Leeds United eftir að Leeds rak í gær Simon Grayson. Warnock var sjálfur rekinn frá QPR í síðasta mánuði. 2.2.2012 11:15 Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins. 2.2.2012 10:45 Nelsen til Tottenham: Redknapp vildi fá reynslubolta í vörnina Ryan Nelsen, fyrirliði landsliðs Nýja-Sjálands, er kominn til Tottenham og er enn einn gamli refurinn sem Harry Redknapp, stjóri Tottenham, veðjar á. Redknapp hefur lífgað við ferill mjög margra leikmanna undanfarin ár og Nelsen er líklegur til að bætast í þann hóp. 2.2.2012 10:15 Getur Capello valið bæði Terry og Ferdinand í EM-hópinn? Knattspyrnuspekingar í Englandi hafa margir tjáð þá skoðun sína að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi ekki að velja John Terry í hóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar vegna ásakanna á hendur fyrirliðans um kynþáttaníð og málaferla þeim tengdum. 2.2.2012 09:45 Eigandi Úlfanna mætti í búningsklefann og lét leikmenn heyra það Steve Morgan, eigandi Wolves, var allt annað en sáttur eftir 3-0 tap á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann rauk niður í búningsklefa í leikslok til þess að lesa yfir leikmönnum liðsins sem létu Liverpool fara illa með sig á heimavelli. 2.2.2012 09:15 NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas 2.2.2012 09:00 Nýjar reglur settu svip sinn á "janúargluggann“ Óvenjudauft var á leikmannamarkaðinum á Englandi í janúar. Nýjar reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru þegar farnar að hafa áhrif. Cisse dýrastur. 2.2.2012 07:00 45 daga bið endar í kvöld N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis. 2.2.2012 06:00 Milito með fernu fyrir Inter | AC Milan tapaði AC Milan mistókst að komast upp í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en liðið tapaði fyrir Lazio, 2-0, í Róm. Inter og Palermo gerðu 4-4 jafntefli í fjörugum leik. 1.2.2012 22:47 Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. 1.2.2012 18:43 Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar? DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar. 1.2.2012 23:45 Arsenal aldrei tapað fjórum í röð undir stjórn Wenger Þó svo að leikmenn og stuðningsmenn Arsenal hafi fundist það ansi súrt í broti að þurfa að sætta sig við markalaust jafntefli við Bolton var stigið þó kærkomið fyrir stjórann Arsene Wenger. Liðið hefur aldrei tapað fjórum deildarleikjum í röð undir hans stjórn. 1.2.2012 23:15 Jóhann Berg og félagar í undanúrslit bikarsins Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar að lið hans, AZ Alkmaar, komst í undanúrslit hollensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á neðrideildarliðinu GVVV. 1.2.2012 22:10 Valencia náði jafntefli gegn Barcelona í bikarnum Valencia náði að halda jöfnu gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Lionel Messi brenndi af vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1.2.2012 22:09 Óvæntur sigur Snæfells á toppliði Keflavíkur Snæfell gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinn í kvöld. 1.2.2012 21:04 Draumabyrjun QPR dugði ekki til | Cisse skoraði Aston Villa og QPR skildu jöfn, 2-2, í Birmingham í kvöld eftir að gestirnir frá Lundúnum komust í 2-0 forystu strax í fyrri hálfleik. 1.2.2012 18:44 82 leikmenn settir í bann í Zimbabwe Knattspyrnusamband Zimbabwe hefur ákveðið að setja 82 leikmenn í bann og meina þeim að spila með landsliðinu í óákveðinn tíma. 1.2.2012 21:30 Ballack boðið sjónvarpshlutverk í Bandaríkjunum Michael Ballack, fyrrverandi landsliðsfyriliða Þýskalands, hefur verið boðið að vera sérfræðingur bandarísku ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í umfjöllun hennar um EM í fótbolta í sumar. 1.2.2012 20:30 Keita tryggði Malí sigur | Fjórðungsúrslitin klár Riðlakeppninni í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með síðustu tveimur leikjunum í D-riðli. Það er því ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitunum um helgina. 1.2.2012 20:17 Helena næststigahæst í öruggum sigri Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta. 1.2.2012 19:29 Ferguson: Best fyrir Morrison að flytja frá Manchester Táningurinn Ravel Morrison gekk í gær raðir West Ham fyrir eina milljón punda en forráðamenn Manchester United voru þar með greinilega búnir að gefast upp á honum. 1.2.2012 18:45 Kristinn Freyr til Valsmanna Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla. 1.2.2012 18:20 FIFA gæti leyft fjórðu skiptinguna Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir hugmynd um að bæta fjórðu skiptingunni við í framlengingum fótboltaleikja þegar knattspyrnulaganefnd sambandsins hittist í næsta mánuði. Fundurinn fer fram í Englandi 3. mars næstkomandi. 1.2.2012 18:15 Fimm mörk á fjórum dögum hjá Llorente Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið sjóðheitur í þessari viku og skoraði tvö mörk fyrir framan landsliðsþjálfarann Vicente Del Bosque þegar Athletic Bilbao sló þriðju deildarliðið CD Mirandés úr úr bikarnum í gær. 1.2.2012 17:30 Ingvar og Jónas dæma aftur hjá Japan í dag Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á Asíumeistaramóti karlalandsliða í handbolta í Jeddah í Sádí-Arabíu. Þeir félagar munu dæma sinn þriðja leik á mótinu í dag. 1.2.2012 16:45 Hangeland óskar þess að Hodsgon fái hlýjar móttökur í kvöld Norðmaðurinn Brede Hangeland hjá Fulham vonast til þess að Roy Hodgson, fyrrum stjóri félagsins, fái hlýjar móttökur þegar hann mætir með lið sitt West Brom á Craven Cottage í kvöld. 1.2.2012 16:00 Nýi Belginn hjá Chelsea: Öll fjölskyldan heldur með Liverpool Chelsea keypti í gær Belgíumanninn Kevin De Bruyne frá Genk en þessi tuttugu ára miðjumaður var strax lánaður aftur til Genk þar sem að hann mun klára tímabilið. Chelsea borgaði sjö milljónir punda fyrir leikmanninn eða jafnmikið og félagið borgaði fyrir Gary Cahill. 1.2.2012 15:30 TEAMtalk: Koma Gylfa til Swansea ein bestu viðskiptin í janúar Fótboltavefmiðillinn TEAMtalk fékk í dag Nick Hext til að velja fjögur best heppnuðu félagsskiptin í janúarglugganum en glugginn lokaði eins og kunnugt er í gærkvöldi. Hext nefnir til fjögur félagsskipti og er koma okkar manns Gylfa Þórs Sigurðssonar til Swansea á þeim lista. 1.2.2012 14:45 Wenger ætlar að ræða framtíð Wilshere í kvöld | Brotinn á nýjum stað Jack Wilshere, miðjumaðurinn efnilegi hjá Arsenal, er ekkert að fara spila með liði sínu á næstunni eftir að það kom í ljós að hann er fótbrotinn á hægri fæti. Brotið er á öðrum stað en meiðlsin sem hafa haldið honum frá æfingum og keppni allt þetta tímabil. 1.2.2012 14:15 Leeds búið að reka stjórann sinn Leeds rak í dag stjórann Simon Grayson og þjálfarateymi hans en hann hefur stýrt málunum á Elland Road undanfarin þrjú ár. Unglingaliðsþjálfari félagsins, Neil Redfearn, mun taka tímabundið við liðinu á meðan verður leitað verður að nýjum stjóra. 1.2.2012 14:05 Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall. 1.2.2012 13:30 Réttarhöldin yfir Terry fara ekki fram fyrr en eftir EM í sumar John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, þarf ekki að mæta í réttarsal fyrr en í júlí eftir að afgreiðslu málsins um kynþáttahatur hans var frestað í dag. Lögmaður Terry mætti fyrir dómara og lýsti yfir sakleysi umbjóðanda síns. 1.2.2012 13:00 AGK búið að finna eftirmann Guðjóns Vals Danska stórliðið AG Kaupmannahöfn hefur fundið eftirmann Guðjón Vals Sigurðssonar sem mun yfirgefa félagið í vor. AG hefur samið við sænska landsliðsmanninn Fredrik Petersen sem er einn besti vinstri hornamaður í heimi. 1.2.2012 12:30 Guardiola: Ég svara þegar ég veit svarið sjálfur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er enn ekki búinn að ákveða það hvort að hann haldi áfram með liðið eftir þetta tímabil. Guardiola hefur alltaf samið til eins árs í senn og vill ekki gera lengri saminga þótt að mikill áhugi sé fyrir hendi meðal forráðamanna félagsins. 1.2.2012 11:45 Meira en þúsund mínútur síðan að Torres skoraði Fyrir ári síðan keypti Chelsea Fernando Torres á 50 milljón punda frá Liverpool og flestir héldu að Chelsea-menn væru að næla sér í einn besta markaskorara ensku úrvalsdeildarinnar. 1.2.2012 11:00 Mancini: Þetta tap var mér að kenna Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Everton í gær en það þýddi að nágrannarnir í Manchester United náðu City að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 1.2.2012 10:00 Hanahálsfjaðrir að verða illfáanlegar Allt frá því í fyrra hefur verð á hanafjöðrum til hnýtinga rokið upp úr öllu valdi. Ástæðan er hártíska sem rutt hefur sér til rúms vestanhafs. 1.2.2012 09:42 Fleiri útboð á döfinni Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. 1.2.2012 09:39 Allar breytingarnar hjá ensku liðunum í þessum glugga Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir breytingar hjá hverju liði í ensku úrvalsdeildinni í félagsskiptaglugganm sem lokaði í gærkvöldi. Lokadagurinn var ekkert í líkingu við þann á sama tíma í fyrra en fullt af leikmönnum breyttu þó um búning. 1.2.2012 09:30 NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu. 1.2.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
De Gea öruggur með sætið á næstunni | Lindegaard frá í fjórar vikur Spánverjinn David de Gea ætti að eiga fast sæti í markinu hjá Manchester United í næstu leikjum eftir að það kom í ljós að Daninn Anders Lindegaard verður frá í fjórar vikur vegna meiðsla. De Gea hefur mátt þola gagnrýni fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford. 2.2.2012 14:15
Özil vill klára ferillinn hjá Real Madrid Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er aðeins 23 ára gamall en hefur samt þegar sett stefnuna á það að klára ferilinn hjá spænska liðinu. Hann lét hafa það eftir sér í viðtali við þýska blaðið Kicker. 2.2.2012 13:30
Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með. 2.2.2012 13:00
Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger. 2.2.2012 11:45
Ásgeir Gunnar hættur hjá FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum. 2.2.2012 11:31
Warnock hefur áhuga á því að taka við Leeds Neil Warnock, fyrrum stjóri Queens Park Rangers, hefur mikinn áhuga á því að komast í stjórastólinn hjá Leeds United eftir að Leeds rak í gær Simon Grayson. Warnock var sjálfur rekinn frá QPR í síðasta mánuði. 2.2.2012 11:15
Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins. 2.2.2012 10:45
Nelsen til Tottenham: Redknapp vildi fá reynslubolta í vörnina Ryan Nelsen, fyrirliði landsliðs Nýja-Sjálands, er kominn til Tottenham og er enn einn gamli refurinn sem Harry Redknapp, stjóri Tottenham, veðjar á. Redknapp hefur lífgað við ferill mjög margra leikmanna undanfarin ár og Nelsen er líklegur til að bætast í þann hóp. 2.2.2012 10:15
Getur Capello valið bæði Terry og Ferdinand í EM-hópinn? Knattspyrnuspekingar í Englandi hafa margir tjáð þá skoðun sína að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi ekki að velja John Terry í hóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar vegna ásakanna á hendur fyrirliðans um kynþáttaníð og málaferla þeim tengdum. 2.2.2012 09:45
Eigandi Úlfanna mætti í búningsklefann og lét leikmenn heyra það Steve Morgan, eigandi Wolves, var allt annað en sáttur eftir 3-0 tap á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann rauk niður í búningsklefa í leikslok til þess að lesa yfir leikmönnum liðsins sem létu Liverpool fara illa með sig á heimavelli. 2.2.2012 09:15
NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas 2.2.2012 09:00
Nýjar reglur settu svip sinn á "janúargluggann“ Óvenjudauft var á leikmannamarkaðinum á Englandi í janúar. Nýjar reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru þegar farnar að hafa áhrif. Cisse dýrastur. 2.2.2012 07:00
45 daga bið endar í kvöld N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis. 2.2.2012 06:00
Milito með fernu fyrir Inter | AC Milan tapaði AC Milan mistókst að komast upp í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en liðið tapaði fyrir Lazio, 2-0, í Róm. Inter og Palermo gerðu 4-4 jafntefli í fjörugum leik. 1.2.2012 22:47
Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. 1.2.2012 18:43
Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar? DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar. 1.2.2012 23:45
Arsenal aldrei tapað fjórum í röð undir stjórn Wenger Þó svo að leikmenn og stuðningsmenn Arsenal hafi fundist það ansi súrt í broti að þurfa að sætta sig við markalaust jafntefli við Bolton var stigið þó kærkomið fyrir stjórann Arsene Wenger. Liðið hefur aldrei tapað fjórum deildarleikjum í röð undir hans stjórn. 1.2.2012 23:15
Jóhann Berg og félagar í undanúrslit bikarsins Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar að lið hans, AZ Alkmaar, komst í undanúrslit hollensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á neðrideildarliðinu GVVV. 1.2.2012 22:10
Valencia náði jafntefli gegn Barcelona í bikarnum Valencia náði að halda jöfnu gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Lionel Messi brenndi af vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1.2.2012 22:09
Óvæntur sigur Snæfells á toppliði Keflavíkur Snæfell gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinn í kvöld. 1.2.2012 21:04
Draumabyrjun QPR dugði ekki til | Cisse skoraði Aston Villa og QPR skildu jöfn, 2-2, í Birmingham í kvöld eftir að gestirnir frá Lundúnum komust í 2-0 forystu strax í fyrri hálfleik. 1.2.2012 18:44
82 leikmenn settir í bann í Zimbabwe Knattspyrnusamband Zimbabwe hefur ákveðið að setja 82 leikmenn í bann og meina þeim að spila með landsliðinu í óákveðinn tíma. 1.2.2012 21:30
Ballack boðið sjónvarpshlutverk í Bandaríkjunum Michael Ballack, fyrrverandi landsliðsfyriliða Þýskalands, hefur verið boðið að vera sérfræðingur bandarísku ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í umfjöllun hennar um EM í fótbolta í sumar. 1.2.2012 20:30
Keita tryggði Malí sigur | Fjórðungsúrslitin klár Riðlakeppninni í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með síðustu tveimur leikjunum í D-riðli. Það er því ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitunum um helgina. 1.2.2012 20:17
Helena næststigahæst í öruggum sigri Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta. 1.2.2012 19:29
Ferguson: Best fyrir Morrison að flytja frá Manchester Táningurinn Ravel Morrison gekk í gær raðir West Ham fyrir eina milljón punda en forráðamenn Manchester United voru þar með greinilega búnir að gefast upp á honum. 1.2.2012 18:45
Kristinn Freyr til Valsmanna Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla. 1.2.2012 18:20
FIFA gæti leyft fjórðu skiptinguna Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir hugmynd um að bæta fjórðu skiptingunni við í framlengingum fótboltaleikja þegar knattspyrnulaganefnd sambandsins hittist í næsta mánuði. Fundurinn fer fram í Englandi 3. mars næstkomandi. 1.2.2012 18:15
Fimm mörk á fjórum dögum hjá Llorente Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið sjóðheitur í þessari viku og skoraði tvö mörk fyrir framan landsliðsþjálfarann Vicente Del Bosque þegar Athletic Bilbao sló þriðju deildarliðið CD Mirandés úr úr bikarnum í gær. 1.2.2012 17:30
Ingvar og Jónas dæma aftur hjá Japan í dag Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á Asíumeistaramóti karlalandsliða í handbolta í Jeddah í Sádí-Arabíu. Þeir félagar munu dæma sinn þriðja leik á mótinu í dag. 1.2.2012 16:45
Hangeland óskar þess að Hodsgon fái hlýjar móttökur í kvöld Norðmaðurinn Brede Hangeland hjá Fulham vonast til þess að Roy Hodgson, fyrrum stjóri félagsins, fái hlýjar móttökur þegar hann mætir með lið sitt West Brom á Craven Cottage í kvöld. 1.2.2012 16:00
Nýi Belginn hjá Chelsea: Öll fjölskyldan heldur með Liverpool Chelsea keypti í gær Belgíumanninn Kevin De Bruyne frá Genk en þessi tuttugu ára miðjumaður var strax lánaður aftur til Genk þar sem að hann mun klára tímabilið. Chelsea borgaði sjö milljónir punda fyrir leikmanninn eða jafnmikið og félagið borgaði fyrir Gary Cahill. 1.2.2012 15:30
TEAMtalk: Koma Gylfa til Swansea ein bestu viðskiptin í janúar Fótboltavefmiðillinn TEAMtalk fékk í dag Nick Hext til að velja fjögur best heppnuðu félagsskiptin í janúarglugganum en glugginn lokaði eins og kunnugt er í gærkvöldi. Hext nefnir til fjögur félagsskipti og er koma okkar manns Gylfa Þórs Sigurðssonar til Swansea á þeim lista. 1.2.2012 14:45
Wenger ætlar að ræða framtíð Wilshere í kvöld | Brotinn á nýjum stað Jack Wilshere, miðjumaðurinn efnilegi hjá Arsenal, er ekkert að fara spila með liði sínu á næstunni eftir að það kom í ljós að hann er fótbrotinn á hægri fæti. Brotið er á öðrum stað en meiðlsin sem hafa haldið honum frá æfingum og keppni allt þetta tímabil. 1.2.2012 14:15
Leeds búið að reka stjórann sinn Leeds rak í dag stjórann Simon Grayson og þjálfarateymi hans en hann hefur stýrt málunum á Elland Road undanfarin þrjú ár. Unglingaliðsþjálfari félagsins, Neil Redfearn, mun taka tímabundið við liðinu á meðan verður leitað verður að nýjum stjóra. 1.2.2012 14:05
Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall. 1.2.2012 13:30
Réttarhöldin yfir Terry fara ekki fram fyrr en eftir EM í sumar John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, þarf ekki að mæta í réttarsal fyrr en í júlí eftir að afgreiðslu málsins um kynþáttahatur hans var frestað í dag. Lögmaður Terry mætti fyrir dómara og lýsti yfir sakleysi umbjóðanda síns. 1.2.2012 13:00
AGK búið að finna eftirmann Guðjóns Vals Danska stórliðið AG Kaupmannahöfn hefur fundið eftirmann Guðjón Vals Sigurðssonar sem mun yfirgefa félagið í vor. AG hefur samið við sænska landsliðsmanninn Fredrik Petersen sem er einn besti vinstri hornamaður í heimi. 1.2.2012 12:30
Guardiola: Ég svara þegar ég veit svarið sjálfur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er enn ekki búinn að ákveða það hvort að hann haldi áfram með liðið eftir þetta tímabil. Guardiola hefur alltaf samið til eins árs í senn og vill ekki gera lengri saminga þótt að mikill áhugi sé fyrir hendi meðal forráðamanna félagsins. 1.2.2012 11:45
Meira en þúsund mínútur síðan að Torres skoraði Fyrir ári síðan keypti Chelsea Fernando Torres á 50 milljón punda frá Liverpool og flestir héldu að Chelsea-menn væru að næla sér í einn besta markaskorara ensku úrvalsdeildarinnar. 1.2.2012 11:00
Mancini: Þetta tap var mér að kenna Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Everton í gær en það þýddi að nágrannarnir í Manchester United náðu City að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 1.2.2012 10:00
Hanahálsfjaðrir að verða illfáanlegar Allt frá því í fyrra hefur verð á hanafjöðrum til hnýtinga rokið upp úr öllu valdi. Ástæðan er hártíska sem rutt hefur sér til rúms vestanhafs. 1.2.2012 09:42
Fleiri útboð á döfinni Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. 1.2.2012 09:39
Allar breytingarnar hjá ensku liðunum í þessum glugga Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir breytingar hjá hverju liði í ensku úrvalsdeildinni í félagsskiptaglugganm sem lokaði í gærkvöldi. Lokadagurinn var ekkert í líkingu við þann á sama tíma í fyrra en fullt af leikmönnum breyttu þó um búning. 1.2.2012 09:30
NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu. 1.2.2012 09:00