Er ekki búinn að semja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2012 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samningur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn," sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt." Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitthvað sem gæti kannski gerst," sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samningstilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest." Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur." Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi," sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samningur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn," sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt." Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitthvað sem gæti kannski gerst," sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samningstilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest." Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur." Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi," sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira