Er ekki búinn að semja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2012 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samningur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn," sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt." Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitthvað sem gæti kannski gerst," sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samningstilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest." Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur." Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi," sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson. Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samningur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn," sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt." Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitthvað sem gæti kannski gerst," sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samningstilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest." Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur." Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi," sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson.
Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira