Er ekki búinn að semja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2012 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samningur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn," sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt." Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitthvað sem gæti kannski gerst," sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samningstilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest." Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur." Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi," sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson. Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samningur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn," sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt." Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitthvað sem gæti kannski gerst," sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samningstilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest." Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur." Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi," sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson.
Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira