Fótbolti

Lennart Johannson: Blatter á að hætta sem forseti FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter og Michel Platini.
Sepp Blatter og Michel Platini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lennart Johannson, fyrrum forseti UEFA og varaforseti FIFA, segir að Sepp Blatter, forseti FIFA, eigi að segja af sér og hætta að leika einræðisherra í fótboltaheiminum. Johannson talaði um þetta í úrvarpsviðtali við BBC.

„Það gengur ekki upp að einn maður hagi sér eins og einræðisherra og taki einn allar ákvarðanir í fótboltaheiminum," sagði Lennart Johannson sem tapaði fyrir Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA árið 1998.

„Eina leiðin í stöðunni er að losna við þennan mann," sagði Johannson sem vill sjá Michel Platini, forseta UEFA, stíga fram og setjast í forsetastól FIFA.

„Hann er miklu nærri því sem ég er að leita af. Hann reynir að vera sanngjarn, er opinn fyrir nýjum hugmyndum, leyfir umræður og fylgir ákvörðunum meirihlutans," sagði Johannson um Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×