Handbolti

Þórey Rósa framlengdi við Team Tvis Holstebro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Þórey Rósa Stefánsdóttir. Mynd/Pjetur
Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro um tvö ár en Þórey Rósa var í stór hlutverki með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Brasilíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Team Tvis Holstebro.

„Hún passar vel inn í okkar leikstíl og ég sé tækifæri fyrir hana til að bæta sig enn frekar. Ég trúi því að hún verði ein af bestu hægri hornamönnum í deildinni," sagði Niels Agesen, þjálfari liðsins í fréttatilkynningu.

„Hún hefur mikinn sprengikraft og er viljug í hraðaupphlaupunum. Hún getur bætt sinn líkamsstyrk og hefur mikla möguleika á að bæta hann á næstu árum," sagði Agesen.

„Þetta er gott félag með mikinn metnað. Ég spila með öflugum leikmönnum og ég hef bætt mig mikið. Ég stefni á það að bæta mig enn frekar. Danskur handbolti passar mér vel því hér er leikurinn hraður og margir möguleikar á hraðaupphlaupum. Þetta er sterkasta handboltadeildin sem ég hef spilað í," sagði Þórey Rósa í fréttatilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×