Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 2. febrúar 2012 20:57 Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og komust þeir í 13-0 strax í upphafi leiks. Fjölnismönnum héldu engin bönd en þeir fóru gjörsamlega á kostum í sóknarleiknum og voru þeir komnir með nítján stiga forystu, 23-7 um miðjan leikhlutann. Stólarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum á næstu mínútum en Fjölnismenn svöruðu undir lok leikhlutans og leiddu 36-21, þegar leikhlutinn var úti. Fjölnismenn voru með ótrúlega skotnýtingu í fyrsta leikhluta en þeir skutu í kringum sjötíu prósent í leikhlutanum. Nathan Walkup, leikmaður Fjölnis fór fyrir sínum mönnum en hann var kominn með 12 stig eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn héldu áfram að fara á kostum og byrjuðu þeir annan leikhluta eins og þann fyrsta. Þeir voru komnir í tuttugu stiga forystu, 46-26 þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Nokkuð jafnræði var liðunum á næstu mínutum en Fjölnismenn héldu Stólunum þó alltaf langt frá sér og voru með örugga 18 stiga forystu, 55-37 þegar flautað var til leikhlés í hálfleik sem var algjör eign heimamanna. Leikmenn Tindastóls voru hreinlega ekki mættir til leiks og virkaði þetta áreynslulítið fyrir Fjölnismenn. Bæði lið voru róleg í upphafi síðari hálfleiks og héldu Fjölnismenn sömu forystu í upphafi hálfleiksins. Stólarnir voru þó ekki búnir að gefast upp en þeirra leikur stórbatnaði um miðjan leikhlutann. Þeir fóru loksins að spila almennilega vörn ásamt því að sóknarleikurinn var betri. Þeim tókst að skera forystuna niður í tíu stig áður en að Fjölnismenn náðu að svara. Staðan 76-64 fyrir fjórða leikhluta og í fyrsta skipti í leiknum komin smá spenna í þetta. Lítið varð úr áhlaupi Tindastóls því að Fjölnismenn byrjuðu fjórða leikhlutann mun betur og voru aftur komnir í sextan stiga forystu strax í upphafi leikhlutans. Fjölnismenn héldu Stólunum frá sér og unnu að lokum öruggan nítján stiga sigur, 106-87 . Hjá Fjölni voru margir sem lögðu sitt að mörkum en var það helst Nathan Ray Walkup, en hann bauð uppá sýningu í sókninni og réðu Stólarnir lítið við hann. Einnig áttu Jón Sverrison og Arnþór Freyr Guðmundsson mjög góða leiki í liði Fjölnis ásamt því að Calvin O´Neal spilaði vel. Það var fáa jákvæða punkta að finna í liði Tindastóls en helst var það þó Þröstur Leó Jóhannsson sem átti ágætis leik.Nathan Wilkup: Frábær leikur Nathan Ray Wilkup, leikmaður Fjölnis fór á kostum fyrir sitt lið í kvöld en hann skoraði 35 stig ásamt því að taka tólf fráköst. Hann var að vonum ánægður í lok leiks „Við spiluðum mjög vel í þessum leik. Við byrjuðum virkilega vel og það auðveldaði okkur framhaldið. Þeir eru með góða leikmenn en þetta kvöld var um okkur. Við vorum virkilega góðir og er ég ánægður með þennan leik," sagði Nathan. Aðspurður um framhaldið sagði hann að þeirra markmið væru óbreytt en það væri að komast í úrslitakeppnina: „Við ætluðum okkur frá byrjun að komast í úrslitakeppnina og við stöndum við það markmið. Við ætlum að komast þangað og sýna fólki að við séu með hæfileikaríkt lið. Við getum vel strítt stóru liðunum ef við komumst þangað," sagði Walkup að lokum.Örvar Þór: Þetta eru bara töffarar „Þetta er aldrei auðvelt en við komum gríðarlega tilbúnir til leiks og byrjuðum leikinn frábærlega. Sú byrjun auðveldaði okkur svo framhaldið en við vorum að spila með svo miklu sjálfstrausti að ég vissi að það var ekki séns að við myndum tapa þessum leik." Við vorum með yfirhöndina allan leikinn en Tindastóll eru með frábært lið þannig að ég vissi að þeir myndu á einhverjum tímapunkti koma með áhlaup. Strákarnir svöruðu þeim frábærlega og þessir strákar eru bara töffarar," sagði Örvar að lokum.Bárður: Lítur út eins og menn séu saddir „Þetta var virkilega lélegur leikur af okkur hálfu. Eiginlega alveg glataður. Miðað við hvernig við erum búnir að spila síðustu tvo leiki þá sýnist mér það á öllu að menn séu orðnir saddir. Við vorum búnir að standa okkur frábærlega í deildinni fyrir þessa tvo leiki en svo gerist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Við erum að eiga flottar æfingar og liðið lítur vel út en þessir tveir leikir eru bara til skammar. Menn hljóta bara að vera orðnir saddir og við förum ekki í úrslitakeppnina ef við ætlum að spila svona," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls í lok leiks. Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og komust þeir í 13-0 strax í upphafi leiks. Fjölnismönnum héldu engin bönd en þeir fóru gjörsamlega á kostum í sóknarleiknum og voru þeir komnir með nítján stiga forystu, 23-7 um miðjan leikhlutann. Stólarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum á næstu mínútum en Fjölnismenn svöruðu undir lok leikhlutans og leiddu 36-21, þegar leikhlutinn var úti. Fjölnismenn voru með ótrúlega skotnýtingu í fyrsta leikhluta en þeir skutu í kringum sjötíu prósent í leikhlutanum. Nathan Walkup, leikmaður Fjölnis fór fyrir sínum mönnum en hann var kominn með 12 stig eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn héldu áfram að fara á kostum og byrjuðu þeir annan leikhluta eins og þann fyrsta. Þeir voru komnir í tuttugu stiga forystu, 46-26 þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Nokkuð jafnræði var liðunum á næstu mínutum en Fjölnismenn héldu Stólunum þó alltaf langt frá sér og voru með örugga 18 stiga forystu, 55-37 þegar flautað var til leikhlés í hálfleik sem var algjör eign heimamanna. Leikmenn Tindastóls voru hreinlega ekki mættir til leiks og virkaði þetta áreynslulítið fyrir Fjölnismenn. Bæði lið voru róleg í upphafi síðari hálfleiks og héldu Fjölnismenn sömu forystu í upphafi hálfleiksins. Stólarnir voru þó ekki búnir að gefast upp en þeirra leikur stórbatnaði um miðjan leikhlutann. Þeir fóru loksins að spila almennilega vörn ásamt því að sóknarleikurinn var betri. Þeim tókst að skera forystuna niður í tíu stig áður en að Fjölnismenn náðu að svara. Staðan 76-64 fyrir fjórða leikhluta og í fyrsta skipti í leiknum komin smá spenna í þetta. Lítið varð úr áhlaupi Tindastóls því að Fjölnismenn byrjuðu fjórða leikhlutann mun betur og voru aftur komnir í sextan stiga forystu strax í upphafi leikhlutans. Fjölnismenn héldu Stólunum frá sér og unnu að lokum öruggan nítján stiga sigur, 106-87 . Hjá Fjölni voru margir sem lögðu sitt að mörkum en var það helst Nathan Ray Walkup, en hann bauð uppá sýningu í sókninni og réðu Stólarnir lítið við hann. Einnig áttu Jón Sverrison og Arnþór Freyr Guðmundsson mjög góða leiki í liði Fjölnis ásamt því að Calvin O´Neal spilaði vel. Það var fáa jákvæða punkta að finna í liði Tindastóls en helst var það þó Þröstur Leó Jóhannsson sem átti ágætis leik.Nathan Wilkup: Frábær leikur Nathan Ray Wilkup, leikmaður Fjölnis fór á kostum fyrir sitt lið í kvöld en hann skoraði 35 stig ásamt því að taka tólf fráköst. Hann var að vonum ánægður í lok leiks „Við spiluðum mjög vel í þessum leik. Við byrjuðum virkilega vel og það auðveldaði okkur framhaldið. Þeir eru með góða leikmenn en þetta kvöld var um okkur. Við vorum virkilega góðir og er ég ánægður með þennan leik," sagði Nathan. Aðspurður um framhaldið sagði hann að þeirra markmið væru óbreytt en það væri að komast í úrslitakeppnina: „Við ætluðum okkur frá byrjun að komast í úrslitakeppnina og við stöndum við það markmið. Við ætlum að komast þangað og sýna fólki að við séu með hæfileikaríkt lið. Við getum vel strítt stóru liðunum ef við komumst þangað," sagði Walkup að lokum.Örvar Þór: Þetta eru bara töffarar „Þetta er aldrei auðvelt en við komum gríðarlega tilbúnir til leiks og byrjuðum leikinn frábærlega. Sú byrjun auðveldaði okkur svo framhaldið en við vorum að spila með svo miklu sjálfstrausti að ég vissi að það var ekki séns að við myndum tapa þessum leik." Við vorum með yfirhöndina allan leikinn en Tindastóll eru með frábært lið þannig að ég vissi að þeir myndu á einhverjum tímapunkti koma með áhlaup. Strákarnir svöruðu þeim frábærlega og þessir strákar eru bara töffarar," sagði Örvar að lokum.Bárður: Lítur út eins og menn séu saddir „Þetta var virkilega lélegur leikur af okkur hálfu. Eiginlega alveg glataður. Miðað við hvernig við erum búnir að spila síðustu tvo leiki þá sýnist mér það á öllu að menn séu orðnir saddir. Við vorum búnir að standa okkur frábærlega í deildinni fyrir þessa tvo leiki en svo gerist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Við erum að eiga flottar æfingar og liðið lítur vel út en þessir tveir leikir eru bara til skammar. Menn hljóta bara að vera orðnir saddir og við förum ekki í úrslitakeppnina ef við ætlum að spila svona," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls í lok leiks.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira