Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. febrúar 2012 15:06 Mynd/Stefán Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega." Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega."
Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni