Fleiri fréttir

Mario Balotelli vildi vera áfram á Ítalíu

Mario Balotelli sagði eftir að hann var seldur frá Internazionale Milan til Manchester City fyrir 22,5 milljónir punda að hann hefði kosið það helst að geta spilað áfram á Ítalíu.

Sepp Blatter talar um að útrýma jafnteflum á HM

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir það í umræðunni innan Alþjóðafótboltasambandsins að hætta með jafntefli á HM í fótbolta en þess í stað verði gripið til vítaspyrnukeppni eftir 90 mínútur eða að menn endurveki gullmarkið í framlengingu.

Peter Cech og Didier Drogba byrja báðir hjá Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur tilkynnt byrjunarlið Chelsea fyrir leikinn á móti West Brom á eftir. Það vekur athygli að bæði Peter Cech og Didier Drogba eru í liðinu en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og hafa lítið tekið þátt í undirbúningstímabilinu.

Nýliðar Blackpool á toppnum eftir stórsigur á útivelli

Nýliðar Blackpool og Aston Villa unnu stærstu sigrana þegar enska úrvalsdeildin fór af stað í dag en þrjú efstu liðin frá því á síðasta tímabili, Chelsea (í kvöld), Arsenal (á morgun) og Manchester United (á mánudaginn), eiga enn eftir að spila sinn í leik í 1. umferðinni.

Joe Hart: Við munum halda hvorum öðrum við efnið

„Þetta var góður dagur og ég elska að spila fótbolta," sagði Joe Hart, markvörður Manchester City, hógvær eftir frábæran leik sinn í marklausu jafntefli Manchester City á móti Tottenham í dag.

Neymar segist ekki hafa talað við Chelsea í leyfisleysi

Brasilíski táningurinn Neymar, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik í vikunni og hefur slegið í gegn hjá Santos, neitar því að hafa verið að tala við Chelsea í leyfsileysi. Hann vill vera áfram hjá Santos.

Arsene Wenger búinn að framlengja til ársins 2014

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er búinn að framlengja samning sinn við liðið um þrjú ár og er nú samningsbundinn til júní 2014. Wenger er þá búinn að vera átján ár við stjórnvölinn hjá Arsenal.

Joe Hart bjargaði stigi fyrir City - markalaust í fyrsta leik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, skellti Joe Hart í markið fyrir leikinn á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sá ekki eftir því þar sem enski landsliðsmarkvörðurinn bjargaði stigi fyrir sína menn í markalausu jafntefli Tottenham og Manchester City í opnunarleik tímabilsins.

Iker Casillas varði þrjár vítaspyrnur frá Bæjurum

Iker Casillas, markvörður og nýr aðalfyrirliði Real Madrid, var í miklu stuði þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern Munchen í vítakeppni í gær. Casillas afrekaði þetta í árlegum leik til heiðurs Franz Beckenbauer sem fram fór í Munchen í gær.

Redknapp vill fá William Gallas til Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að reyna að fá til sín franska varnarmanninn William Gallas og telur hann nú vera helmingslíkur á því að Gallas komi til Spurs. Redknapp segir að Gallas gæti hjálpað Tottenham til að vera ofar en Arsenal í töflunni í vor.

Frábær fótboltaleikur í spilunum

Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar.

Verja Valskonur bikarinn?

Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug.

Embla getur unnið fjórða árið í röð

Valskonan Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur getað kallað sig bikarmeistara allar götur síðan í september 2007 og á möguleika á að vinna bikarinn fjórða árið í röð á morgun.

KR hefur ekki unnið FH í bikar

KR-ingar ættu ekki að vera alltof bjartsýnir fyrir bikarúrslitaleikinn í dag ef þeir eru mikið að velta fyrir sér innbyrðisleikjunum á móti FH síðustu ár.

Kristján: Meistaraheppnin er með okkur

Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir.

Biðin loksins á enda - Enski boltinn byrjar í dag

Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku linaði þjáningar margra sem geta ekki lifað án enska boltans. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný því veislan um helgina hefst með stórleikjum.

Farðu í megrun, hlunkur

Benni McCarthy þarf að fara í megrun. Þessi íturvaxni framherji verður ellegar sektaður af félagi sínu, West Ham.

Mascherano gæti spilað á móti Arsenal

Roy Hodgson segir að Javier Mascherano gæti spilað með Liverpool í leiknum gegn Arsenal á sunnudag. Ekkert tilboð hafi borist í miðjumanninn.

Tinna í fjórða sæti á Opna finnska golfmótinu

Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili varð í fjórða sæti á opna finnska áhugameistaramótinu í golfi sem lauk í dag í Helsinki. Tinna var ein af fjórum íslenskum keppendum á mótinu.

Aaron Ramsey kemur líklega til baka í nóvember

Arsenal-maðurinn Aaron Ramsey er á batavegi eftir ljótt fótbrot í febrúar og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú sett tímasetningu á endurkomu velska miðjumannsins í aðalliðið hjá Arsenal.

Sjá næstu 50 fréttir