Enski boltinn

Mario Balotelli vildi vera áfram á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli spilaði í níunni í sínum fyrsta landsleik.
Mario Balotelli spilaði í níunni í sínum fyrsta landsleik. Mynd/Getty Images
Mario Balotelli sagði eftir að hann var seldur frá Internazionale Milan til Manchester City fyrir 22,5 milljónir punda að hann hefði kosið það helst að geta spilað áfram á Ítalíu.

Manchester City gerði fimm ára samnming við Mario Balotelli sem fann sig ekki hjá Inter undir stjórn Jose Mourinho og fékk oft harðar móttökur hjá stuðningsmönnum félagsins.

Hugarfar Mario Balotelli var gagnrýnt af bæði liðsfélögum og forráðamönnum á Ítalíu þegar hann brást illa við kynþáttarnýði stuðningsmanna og þótti hann oft sýna barnalega hegðun innan vallar sem utan.

„Ég hefði frekar viljað halda áfram mínum atvinnumannaferli í mínu eigin landi," skrifaði Mario Balotelli á heimasíðu eftir að kaupin voru gengin í gegn.

Hann fagnaði tvítugsafmælisdegi sínum á fimmtudaginn og fékk því bæði fyrsta landsleikinn (á mánudag) sem og nýtt lið í afmælisgjöf þetta árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×