Enski boltinn

Joe Hart: Við munum halda hvorum öðrum við efnið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart einbeittur í markinu í dag.
Joe Hart einbeittur í markinu í dag. Mynd/Getty Images
„Þetta var góður dagur og ég elska að spila fótbolta," sagði Joe Hart, markvörður Manchester City, hógvær eftir frábæran leik sinn í marklausu jafntefli Manchester City á móti Tottenham í dag.

Joe Hart var í byrjunarliðinu í staðinn fyrir Shay Given sem var aðalmarkvörður Manchester City á síðasta tímabili.

„Ég er ekki markvörður númer eitt á þessu tímabili. Shay Given er hinn markvörðurinn og ég er viss um að hann fái tækifæri líka. Við munum halda hvorum öðrum við efnið. Shay er frábær markvörður," sagði Joe Hart.

„Við þurftum að fá ná úrslitum í dag á móti sterku liði. Við héldum okkur á floti í fyrri hálfleiknum og fengum síðan nokkur færi sem við hefðum getað nýtt okkur," sagði Hart sem varði meðal annars frábærlega frá þeim Jermain Defoe, Tom Huddlestone og Benoit Assou-Ekotto í fyrri hálfleiknum þegar hann átti stórkostlegan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×