Enski boltinn

Wenger gæti boðið aftur í Schwarzer

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Mark Hughes vonast til að halda Mark Schwarzer hjá Fulham. Arsene Wenger útilokar ekki að bjóða aftur í markmanninn.

Tilboði Arsenal í hinn 37 ára gamla Ástrala var neitað fyrr í sumar. Arsenal bauð tvær milljónir en Fulham vill fjórar.

Hughes segist vilja halda Schwarzer sem hefur þó óskað eftir því að fá að fara til Arsenal.

Arsene Wenger hefur þá Manuel Almunia og Lukasz Fabianski í rammann en vill auka gæðin í markinu.

Hann staðfesti í dag að hann muni ekki bjóða í Shay Given eða Joe Hart hjá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×