Enski boltinn

Hull búið að fá til sín fyrirliða Slóvena á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Koren fagnar marki sínu á HM.
Robert Koren fagnar marki sínu á HM. Mynd/AFP
Hull City hefur gert tveggja ára saming við fyrirliða slóvenska landsliðsins en Robert Koren var í aðalhlutverki með landsliði sínu á HM í Suður-Afríku í sumar.

Robert Koren lék með West Brom á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni og mun nú reyna að endurtaka leikinn með Hull sem féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Koren er 29 ára gamall miðjumaður og skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á þriðja árinu. Hann var ekki inn í framtíðarplönum Roberto Di Matteo, stjóra West Brom, sem leyfði honum að fara frá liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×