Enski boltinn

Flottustu ljósmyndir síðasta tímabils á Englandi valdar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Steven Pienaar í nágrannaslag, ein af flottustu myndum síðasta tímabils.
Steven Pienaar í nágrannaslag, ein af flottustu myndum síðasta tímabils. Gareth Jones, Liverpool Echo)
Tíu ljósmyndir hafa verið tilnefndar sem ljósmyndir ársins úrensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Aðalstyrktaraðili deildarinnar Barclays, stóð fyrir keppninni.

Fjöldi mynda barst en eina skilyrðið var að myndin væri úr ensku úrvalsdeildinni.

Þar má meðal annars sjá Gary Neville og Paul Scholes kyssast, Stven Gerrard innan um aðdáendur og skot frá Darren Bent sem fór í strandbolta og inn í leik gegn Liverpool.

Hægt er að skoða myndirnar með því að smella hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×