Enski boltinn

Aaron Ramsey kemur líklega til baka í nóvember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey í leik á móti Stoke en Ryan Shawcross er hér lengst til hægri.
Aaron Ramsey í leik á móti Stoke en Ryan Shawcross er hér lengst til hægri. Mynd/AFP
Arsenal-maðurinn Aaron Ramsey er á batavegi eftir ljótt fótbrot í febrúar og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú sett tímasetningu á endurkomu velska miðjumannsins í aðalliðið hjá Arsenal.

Hinn 19 ára gamli Aaron Ramsey tvíbrotnaði á hægri fæti eftir mjög slæma tæklingu frá Ryan Shawcross, leikmanni Stoke.

„Ramsey kemur til baka í nóvember," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal í viðtali við heimasíðu félagsins. Wenger keypti Ramsey frá Cardiff í júní 2008 og hann var orðinn fastamaður í liðinu á síðasta tímabili.

Ramsey valdi á sínum tíma að fara til Arsenal frekar en að fara til Manchester United sem hafði þá einnig mikinn áhuga á leikmanninum sem er þrátt fyrir ungan aldur orðinn fastamaður í velska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×