Enski boltinn

Redknapp: Ef við spilum svona þá verðum við í toppbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjórarnir Harry Redknapp og Roberto Mancini fylgjast með leiknum í dag.
Stjórarnir Harry Redknapp og Roberto Mancini fylgjast með leiknum í dag. Mynd/Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var sáttur með sína menn eftir markalaust jafntefli á heimavelli á móti Manchester City en Spurs-liðið fór illa með fjölmörg dauðafæri í leiknum.

„Ég hefði ekki getað beðið um meira frá strákunum. Þeir voru stórkostlegir í þessum leik," sagði Harry Redknapp.

„Joe Hart var í frábæru formi. Þeir eru með tvo frábæra markverði og ungi strákurinn átti frábæran dag," sagði Redknapp um frammistöðu markvarðar Manchester City í leiknum.

„Strákarnir misstu aðeins dampinn í seinni hálfleik en í heildina stóð liðið sig mjög vel. Við náðum bara ekki að tryggja þessi tvö stig til viðbótar en ef við spilum svona á þessu tímabili þá verðurm við í toppbaráttunni," sagði Harry Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×