Enski boltinn

Ramires kominn með atvinnuleyfi á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Ramires getur loksins skrifað undir samning við Chelsea. Hann fékk atvinnuleyfi á Englandi í dag en hann kostar Chelsea sautján milljónir punda.

Ramires stóð sig vel á HM með Brasilíu en uppfyllti ekki þá kröfu að hafa spilað 75% landsleikja Brassa síðustu tvö ár til að fá atvinnuleyfi.

Umsókn hans var því sjálfkrafa hafnað en eftir að hafa sýnt fram á "framúrskarandi hæfileika hans" fékk hann leyfið.

Hann er 23 ára gamall miðjumaður sem styrkir lið Chelsea mikið eftir brotthvarf Michael Ballack af miðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×