Enski boltinn

Downing skoraði fyrsta markið í ensku úrvalsdeildini á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stewart Downing.
Stewart Downing. Mynd/Getty Images

Stewart Downing skoraði fyrsta markið í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann kom Aston Villa í 1-0 á móti West Ham á Villa Park en markið hans kom á 15. mínútu leiksins.

Markið skoraði Stewart Downing af stuttu færi eftir algjöran sofandahátt í vörn West Ham en hann fylgdi þá eftir þegar Robert Green varði skot frá Marc Albrighton. Sjónvarpsmyndirnar sýndu þó að Downing var rangstæður.

Mark Downing kom rétt á undan að Nikola Kalinic kom Blackburn í 1-0 á móti Everton en sá leikur hófst aðeins seinna og því er markið hans ekki það fyrsta í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þótt að það hafi komið á 14. mínútu þess leiks.

Tottenham og Manchester City náðu ekki að finna leiðina í markið í opnunarleiknum í hádeginu og því voru liðnar 105 mínútur af tímabilinu þegar fyrsta markið leit loksins dagsins ljós.

Fram að því hafði boltinn farið nokkrum sinnum í stangir og slár markanna í leikjunum og fyrsta markið lét því bíða eftir sér í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×