Enski boltinn

Peter Cech og Didier Drogba byrja báðir hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Cech og Didier Drogba.
Peter Cech og Didier Drogba. Mynd/AP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur tilkynnt byrjunarlið Chelsea fyrir leikinn á móti West Brom á eftir. Það vekur athygli að bæði Peter Cech og Didier Drogba eru í liðinu en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og hafa lítið tekið þátt í undirbúningstímabilinu.

Frank Lampard meiddist í landsleik Englendinga og Ungverja í vikunni en er orðinn nógu góður til þess að vera í liðinu í dag. Hann er á miðjunni með þeim Mickael Essien og John Obi Mikel.

Didier Drogba tekur sæti landa síns Salomon Kalou í framlínunni og spilar þar við hlið Frakanna Nicolas Anelka og Florent Malouda.

Brasilíumaðurinn Alex er einnig kominn í byrjunarliðið hjá Chelsea en hann meiddist líka á undirbúningstímabilinu. Serbinn Branislav Ivanovic þarf hinsvegar að sætta sig við að byrja tímabilið á bekknum og John Terry verður því með Alex sér við hlið í miðverðinum í dag.

Byrjunarlið Chelsea á móti West Brom: Cech, Paulo Ferreira, Terry, Alex, Cole, Mikel, Essien, Lampard, Malouda, Anelka, Drogba.

Varamenn: Hilario, Ivanovic, Benayoun, Zhirkov, Kalou, Sturridge, Van Aanholt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×