Nýliðar Blackpool á toppnum eftir stórsigur á útivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 15:50 Stuðningsmenn Blackpool fögnuðu ótrúlegum sigri í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild í 39 ár. Mynd/Getty Images Nýliðar Blackpool og Aston Villa unnu stærstu sigrana þegar enska úrvalsdeildin fór af stað í dag en þrjú efstu liðin frá því á síðasta tímabili, Chelsea (í kvöld), Arsenal (á morgun) og Manchester United (á mánudaginn), eiga enn eftir að spila sinn í leik í 1. umferðinni. Nýliðar Blackpool unnu 4-0 útisigur á Wigan þar sem nýi framherji liðsins, Marlon Harewood, var í miklu stuði í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tvö mörk eftir að hafa lagt upp fyrsta markið á 16. mínútu. Alex Baptiste innsiglaði sigurinn í lokin og skaut sínu liði á toppinn í bili að minnsta kosti. Aston Villa byrjaði einnig vel undir stjórn Kevin MacDonald sem tók tímabundið við liðinu þegar Martin O'Neill hætti snögglega með liðið fyrir aðeins fimm dögum. Aston Villa vann 3-0 heimasigur á West Ham sem byrjar illa undir stjórn Avram Grant. Stewart Downing og Stilian Petrov komu Aston Villa í 2-0 í fyrri hálfleik og James Milner kvaddi síðan líklega Villa-liðið með því að skora þriðja markið en hann verður væntanlega seldur til Manchester City í næstu viku. Sunderland náði ekki að halda út á móti Birmingham eftir að hafa komist í 2-0 en verið manni færri síðustu 47 mínútur leiksins. Lee Cattermole fékk sitt annað gula spjald í stöðunni 1-0 en Sunderland komst engu að síður í 2-0 í seinni hálfleik. Liam Ridgewell tryggði Birmingham stigið með jöfnunarmarki á 88. mínútu eftir að Scott Dann hafði minnkað muninn ellefu mínútum áður. Úlfarnir unnu 2-1 sigur á Stoke sem misstu dýrasta leikmann félagsins, Kenwyne Jones, meiddan af velli eftir aðeins fjórtán mínútur. Wolves komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í hægri bakverðinum þegar Bolton gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Fulham sem lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Mark Hughes.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Tottenham-Manchester City 0-0Aston Villa-West Ham 3-0 1-0 Stewart Downing (15.), 2-0 Stilian Petrov (40.), 3-0 James Milner (66.)Blackburn-Everton 1-0 1-0 Nikola Kalinic (14.)Bolton-Fulham 0-0Sunderland-Birmingham 2-2 1-0 Darren Bent, víti (24.), 2-0 Sjálfsmark Stephen Carr (55.), 2-1 Scott Dann (77.), 2-2 Liam Ridgewell (88.)Wigan-Blackpool 0-4 0-1 Gary Taylor-Fletcher (16.), 0-2 Marlon Harewood (37.), 0-3 Marlon Harewood (42.), 0-4 Alex Baptiste (74.) Wolves-Stoke 2-1 1-0 David Jones (36.), 2-0 Steven Fletcher (38.), 2-1 Abdoulaye Diagne-Fayé (54.), Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Nýliðar Blackpool og Aston Villa unnu stærstu sigrana þegar enska úrvalsdeildin fór af stað í dag en þrjú efstu liðin frá því á síðasta tímabili, Chelsea (í kvöld), Arsenal (á morgun) og Manchester United (á mánudaginn), eiga enn eftir að spila sinn í leik í 1. umferðinni. Nýliðar Blackpool unnu 4-0 útisigur á Wigan þar sem nýi framherji liðsins, Marlon Harewood, var í miklu stuði í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tvö mörk eftir að hafa lagt upp fyrsta markið á 16. mínútu. Alex Baptiste innsiglaði sigurinn í lokin og skaut sínu liði á toppinn í bili að minnsta kosti. Aston Villa byrjaði einnig vel undir stjórn Kevin MacDonald sem tók tímabundið við liðinu þegar Martin O'Neill hætti snögglega með liðið fyrir aðeins fimm dögum. Aston Villa vann 3-0 heimasigur á West Ham sem byrjar illa undir stjórn Avram Grant. Stewart Downing og Stilian Petrov komu Aston Villa í 2-0 í fyrri hálfleik og James Milner kvaddi síðan líklega Villa-liðið með því að skora þriðja markið en hann verður væntanlega seldur til Manchester City í næstu viku. Sunderland náði ekki að halda út á móti Birmingham eftir að hafa komist í 2-0 en verið manni færri síðustu 47 mínútur leiksins. Lee Cattermole fékk sitt annað gula spjald í stöðunni 1-0 en Sunderland komst engu að síður í 2-0 í seinni hálfleik. Liam Ridgewell tryggði Birmingham stigið með jöfnunarmarki á 88. mínútu eftir að Scott Dann hafði minnkað muninn ellefu mínútum áður. Úlfarnir unnu 2-1 sigur á Stoke sem misstu dýrasta leikmann félagsins, Kenwyne Jones, meiddan af velli eftir aðeins fjórtán mínútur. Wolves komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í hægri bakverðinum þegar Bolton gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Fulham sem lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Mark Hughes.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Tottenham-Manchester City 0-0Aston Villa-West Ham 3-0 1-0 Stewart Downing (15.), 2-0 Stilian Petrov (40.), 3-0 James Milner (66.)Blackburn-Everton 1-0 1-0 Nikola Kalinic (14.)Bolton-Fulham 0-0Sunderland-Birmingham 2-2 1-0 Darren Bent, víti (24.), 2-0 Sjálfsmark Stephen Carr (55.), 2-1 Scott Dann (77.), 2-2 Liam Ridgewell (88.)Wigan-Blackpool 0-4 0-1 Gary Taylor-Fletcher (16.), 0-2 Marlon Harewood (37.), 0-3 Marlon Harewood (42.), 0-4 Alex Baptiste (74.) Wolves-Stoke 2-1 1-0 David Jones (36.), 2-0 Steven Fletcher (38.), 2-1 Abdoulaye Diagne-Fayé (54.),
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira