Enski boltinn

Nýliðar Blackpool á toppnum eftir stórsigur á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Blackpool fögnuðu ótrúlegum sigri í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild í 39 ár.
Stuðningsmenn Blackpool fögnuðu ótrúlegum sigri í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild í 39 ár. Mynd/Getty Images
Nýliðar Blackpool og Aston Villa unnu stærstu sigrana þegar enska úrvalsdeildin fór af stað í dag en þrjú efstu liðin frá því á síðasta tímabili, Chelsea (í kvöld), Arsenal (á morgun) og Manchester United (á mánudaginn), eiga enn eftir að spila sinn í leik í 1. umferðinni.

Nýliðar Blackpool unnu 4-0 útisigur á Wigan þar sem nýi framherji liðsins, Marlon Harewood, var í miklu stuði í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tvö mörk eftir að hafa lagt upp fyrsta markið á 16. mínútu. Alex Baptiste innsiglaði sigurinn í lokin og skaut sínu liði á toppinn í bili að minnsta kosti.

Aston Villa byrjaði einnig vel undir stjórn Kevin MacDonald sem tók tímabundið við liðinu þegar Martin O'Neill hætti snögglega með liðið fyrir aðeins fimm dögum. Aston Villa vann 3-0 heimasigur á West Ham sem byrjar illa undir stjórn Avram Grant.

Stewart Downing og Stilian Petrov komu Aston Villa í 2-0 í fyrri hálfleik og James Milner kvaddi síðan líklega Villa-liðið með því að skora þriðja markið en hann verður væntanlega seldur til Manchester City í næstu viku.

Sunderland náði ekki að halda út á móti Birmingham eftir að hafa komist í 2-0 en verið manni færri síðustu 47 mínútur leiksins. Lee Cattermole fékk sitt annað gula spjald í stöðunni 1-0 en Sunderland komst engu að síður í 2-0 í seinni hálfleik. Liam Ridgewell tryggði Birmingham stigið með jöfnunarmarki á 88. mínútu eftir að Scott Dann hafði minnkað muninn ellefu mínútum áður.

Úlfarnir unnu 2-1 sigur á Stoke sem misstu dýrasta leikmann félagsins, Kenwyne Jones, meiddan af velli eftir aðeins fjórtán mínútur. Wolves komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í hægri bakverðinum þegar Bolton gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Fulham sem lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Mark Hughes.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Tottenham-Manchester City 0-0

Aston Villa-West Ham 3-0

1-0 Stewart Downing (15.), 2-0 Stilian Petrov (40.), 3-0 James Milner (66.)

Blackburn-Everton 1-0

1-0 Nikola Kalinic (14.)

Bolton-Fulham 0-0

Sunderland-Birmingham 2-2

1-0 Darren Bent, víti (24.), 2-0 Sjálfsmark Stephen Carr (55.), 2-1 Scott Dann (77.), 2-2 Liam Ridgewell (88.)

Wigan-Blackpool 0-4

0-1 Gary Taylor-Fletcher (16.), 0-2 Marlon Harewood (37.), 0-3 Marlon Harewood (42.), 0-4 Alex Baptiste (74.)



Wolves-Stoke 2-1


1-0 David Jones (36.), 2-0 Steven Fletcher (38.), 2-1 Abdoulaye Diagne-Fayé (54.),






Fleiri fréttir

Sjá meira


×