Enski boltinn

Balotelli skrifaði undir fimm ára samning við City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Mario Balotelli hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City. Hinn tvítugi framherji kemur frá Inter Milan fyrir 24 milljónir punda.

"Mario er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu og ég hlakka til að vinna með honum aftur," sagði Roberto Mancini, stjóri City.

Balotelli var undir stjórn hans hjá Inter á sínum tíma.

"Leikstíll hans mun henta úrvalsdeildinni vel. Hann er sterkur og spennandi leikmaður," sagði stjórinn sem hefur nú eytt yfir 100 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar.

James Milner er næstur inn, hann mun kosta hátt í 30 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×