Enski boltinn

Crouch og Defoe í framlínu Spurs - Joe Hart í marki City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini er með þá Yaya Toure, David Silva og Aleksandar Kolarov í byrjunarliðinu.
Roberto Mancini er með þá Yaya Toure, David Silva og Aleksandar Kolarov í byrjunarliðinu. Mynd/AP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham og Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar sem hefst á White Hart Lane klukkan 11.45.

Redknapp hefur ákveðið að stilla upp þeim Peter Crouch og Jermain Defoe í framlínu Tottenham en bæði Robbie Keane og Roman Pavlyuchenko eru á bekknum.

Roberto Mancini er með Joe Hart í markinu en Shay Given er því á bekknum. Nýju mennirnir Yaya Toure, David Silva og Aleksandar Kolarov eru allir í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, King, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Huddlestone, Bale, Crouch, Defoe.

Varamenn: Cudicini, Kaboul, Pavlyuchenko, Keane, Palacios, Giovani, Bassong.

Byrjunarlið Man City: Hart, Richards, Toure, Kompany, Kolarov, Wright-Phillips, Toure Yaya, De Jong, Barry, Silva, Tevez.

Varamenn: Given, Zabaleta, Adebayor, Adam Johnson, Lescott, Vieira, Jo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×