Enski boltinn

Wenger við það að framlengja hjá Arsenal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Arsene Wenger er við það að framlengja samning sinn hjá Arsenal. Hinn sextugi frakki verður samningslaus eftir tímabilið.

"Ég verð að sýna hvað ég trúi mikið á liðið með því að skuldbinda mig áfram. Það verður gengið frá þessu fljótlega," sagði Wenger í dag.

Hann hefur unnið alls ellefu titla á þrettán árum sínum hjá Arsenal, en ekkert síðan ároð 2005.

Arsenal mætir Liverpool á sunnudaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×