Fleiri fréttir

Capello íhugar að skipta um leikkerfi

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, íhugar þessa dagana að spila með þrjá miðverði á HM. Það veltur mikið á því hvort Gareth Barry getur spilað með liðinu á HM eður ei.

Blíðkuðu þingfulltrúa FIBA Europe með hraunmolum úr Eyjafjallajökli

Ólafur Rafnsson og fulltrúar KKÍ á ársþingi FIBA Europe áttu sérstakt útspil þegar þingið var sett í morgun en Ólafur er eins og menn vita í framboði til forseta FIBA Europe og keppir þar við Turgay Demirel, forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe.

Foster á leið til Birmingham

Manchester United hefur samþykkt tilboð Birmingham í markvörðinn Ben Foster og því fátt sem getur komið í veg fyrir að hann fari til félagsins.

Ólafur: Ekki erfið ákvörðun

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska ofurliðið AG Köbenhavn. Hann mun ganga í raðir liðsins sumarið 2011 en verður lánaður til FH í vetur þar sem hann leikur einmitt núna.

Ólafur Guðmundsson samdi við AG

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið AG Kaupmannahöfn.

Aftur frestað hjá Fjarðabyggð

Aftur þurfti að fresta leik með Fjarðabyggð í 1. deild karla vegna röskunar á flugsamgöngum vegna öskudreifingar úr eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Neestrup og Bjarki komnir í FH

Þeir Jacob Neestrup og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson eru báðir gengnir til liðs við FH og eru komnir með leikheimild hjá félaginu.

Ancelotti spenntur fyrir Torres

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hann væri spenntur fyrir því að fá Fernando Torres til liðs við félagið.

Kubica: Fullur sjálfstrausts eftir æfingar

Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun.

Boston sló Cleveland úr leik

Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2.

Rooney vill gerast þjálfari eftir að ferlinum lýkur

Wayne Rooney segir að hann vilji snúa sér að þjálfun þegar að ferli hans sem leikmaður lýkur. Þetta sagði hann þegar hann tók við verðlaunum samtaka fótboltablaðamanna á Englandi í kvöld.

Markalaust hjá IFK Gautaborg

Íslendingaliðið IFK Gautaborg gerði í dag markalaust jafntefli við Örebro á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Beckham heilsaði upp á félaga sína hjá Milan

David Beckham mætti mjög óvænt á æfingu hjá AC Milan í dag en hann mætti þangað til þess að hvetja fyrrum félaga sína til dáða fyrir lokaleik liðsins gegn Juventus.

Schumacher og Rosberg bjartsýnir

Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur.

Mourinho: Ég mun þjálfa Real Madrid

Portúgalski þjálfarinn José Mourinho heldur áfram að halda forráðamönnum Inter á tánum en hann hefur nú sagt að hann muni þjálfa Real Madrid fyrr frekar en síðar.

Engin eftirsjá hjá Maradona

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, sér ekki eftir því að hafa skilið Inter-mennina Esteban Cambiasso og Javier Zanetti eftir heima fyrir HM og ætlar svo sannarlega ekki að biðjast afsökunar á vali sínu eins og einhverjir hafa farið fram á.

Myndi bara yfirgefa Arsenal fyrir Barcelona

Sagan endalausa um það hvort Cesc Fabregas fari frá Arsenal eður ei fékk nýja vængi í dag þegar Fabregas lýsti því yfir að eina félagið sem hann myndi yfirgefa Arsenal fyrir væri Barcelona.

Campbell vill fá nýjan samning hjá Arsenal

Varnarmaðurinn Sol Campbell er himinlifandi með hversu vel gekk hjá honum með Arsenal í vetur og hann vonast nú til þess að fá að spila áfram með félaginu.

Alonso lætur ekki að sér hæða

Spánverjinn Fernando Alonso kann vel við sig á götum furstadæmisins í Mónakó. Hann náði aftur besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í dag, en Nico Rosberg á Mercedes varð í öðru sæti á Mercedes. Sebastian Vettel á Red Bull náði þriðja sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Undir lok æfingarinnar fór að kræla á regndropum, en það háði ökumönnum lítið.

Olic vill fá Vidic til Bayern

Hinn króatíski framherji FC Bayern, Ivica Olic, hefur skipað félaginu að reyna að kaupa serbneska varnarmanninn Nemjanja Vidic frá Man. Utd.

Berbatov leggur landsliðsskóna á hilluna

Dimitar Berbatov, leikmaður Man. Utd, er hættur að leika með búlgarska landsliðinu þó svo hann sé aðeins 29 ára gamall. Berbatov er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 48 mörk í rúmlega 70 leikjum.

Gallas væntanlega á förum frá Arsenal

Franski varnarmaðurinn William Gallas hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal en félagið ætlar ekki að mæta himinháum launakröfum leikmannsins.

Drogba myndi fagna komu Torres til Chelsea

Didier Drogba, framherji Chelsea, segist vera mjög spenntur fyrir því að spila með Fernando Torres en spænski framherjinn er mikið orðaður við Chelsea þessa dagana.

Terry æfir með Chelsea í dag

John Terry, fyrirliði Chelsea, mun æfa með liðinu í dag en óttast var að hann væri illa meiddur og gæti ekki spilað með liðinu í bikarúrslitunum.

Brotabrot á milli fyrstu manna í Mónakó

Aðeins 0.089 sekúndur skildu að fyrsta og þriðja ökumanna á fyrstu æfingu keppnisliða fyrir kappaksturinn í Mónakó, sem verður á sunnudaginn. Ökumenn æfðu í dag, en það er hefð í Mónakó að keyra á fimmtudegi, en svo er frí á föstudeginum, en tímatakan á laugardag og kappaksturinn á sunnudag.

Fögnuður Madrídinga - myndasyrpa

Atletico Madrid fagnaði í gær vel og innilega sigri sínum í Evrópudeild UEFA eftir að hafa lagt Fulham í úrslitaleiknum í Hamburg, 2-1.

Boateng má spila með Gana

Þýski miðvallarleikmaðurinn Kevin Prince Boateng má spila með Gana á HM í Suður-Afríku í sumar. Þetta fullyrðir knattspyrnusamband Gana.

Hogdson: Við spiluðum vel

Roy Hodgson, stjóri Fulham, hrósaði sínum mönnum þrátt fyrir að liðið tapaði í kvöld fyrir Atletico Madrid í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Van Bronckhorst ætlar að hætta eftir HM

Giovanni van Bronckhorst, fyrirliði hollenska landsliðsins, hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir