Íslenski boltinn

Neestrup og Bjarki komnir í FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarki Gunnlaugsson er kominn aftur í FH. Hér fagnar hann marki í leik með liðinu sumarið 2007.
Bjarki Gunnlaugsson er kominn aftur í FH. Hér fagnar hann marki í leik með liðinu sumarið 2007. Mynd/Pjetur

Þeir Jacob Neestrup og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson eru báðir gengnir til liðs við FH og eru komnir með leikheimild hjá félaginu.

Þetta staðfesti Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi í morgun.

Neestrup þurfti að fá lausn sinna mála hjá sínu gamla félagi, Stavanger IF í Noregi þar sem hann átti inni vangoldin laun.

Nú hefur verið gengið frá öllum lausum endum og ekkert því til fyrirstöðu að hann verði í leikmannahópi FH gegn Haukum á sunnudaginn, rétt eins og Bjarki.

Neestrup er danskur miðvallarleikmaður sem er ætlað að styrkja FH-inga í átökum sumarsins í Pepsi-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×