Enski boltinn

Ferguson strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er strax byrjaður að hlakka til að reyna að vinna enska meistaratitilinn aftur af Chelsea.

Chelsea varð meistari á dögunum en United var í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Chelsea. United hafði unnið titilinn þrjú ár í röð og alls átján sinnum.

„Þetta voru vonbrigði en það þýðir ekkert að pína sig út af þessu. Ég er nægilega reyndur til að vita að það er ekki hægt að vinna alla titla," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Það eina sem er hægt að gera er að læra af reynslunni og reyna að ná yfirhöndinni á næsta tímabili."

„Það verður áskorun. Fyrir nokkrum árum vorum við að kljást við Arsenal og nú er það Chelsea. Í hvert skipti höfum við gert meiri væntingar til okkar og það er nákvæmlega það sem við munum gera á næsta tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×