Fótbolti

Engin eftirsjá hjá Maradona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, sér ekki eftir því að hafa skilið Inter-mennina Esteban Cambiasso og Javier Zanetti eftir heima fyrir HM og ætlar svo sannarlega ekki að biðjast afsökunar á vali sínu eins og einhverjir hafa farið fram á.

„Ég er bara svekktur að hafa ekki getað valið Fernando Gago. Hann er einn af mínum mönnum en spilaði bara of lítið í ár. Þess vegna valdi ég hann ekki," sagði Maradona.

„Það er ekkert furðulegt við að ég hafi ekki valið þá Cambiasso og Zanetti og ég þarf ekkert að útskýra það frekar. Ég var löngu búinn að ákveða að velja þá ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×