Fótbolti

Capello íhugar að skipta um leikkerfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, íhugar þessa dagana að spila með þrjá miðverði á HM. Það veltur mikið á því hvort Gareth Barry getur spilað með liðinu á HM eður ei.

Capello færi þá í 3-5-2 leikkerfi í stað hins hefðbundna 4-4-2 sem hann hefur verið að spila. Capello hefur aldrei spilað 3-5-2 síðan hann tók við landsliðinu og það væri óneitanlega sérstakt ef hann byrjaði á því á HM. Lið undir hans stjórn hefur aldrei spilað 3-5-2.

England spilaði síðast 3-5-2 er Steve McClaren þjálfaði liðið. Það var árið 2006 og liðið tapaði þá fyrir Króatíu, 2-0.

„Þetta yrði nýjung hjá Capello en skiljanlegt að hann gerði þetta ef Barry getur ekki spilað," sagði Ian Dennis hjá BBC en Capello fór yfir mótið með gömlum enskum kempum sem unnu HM árið 1966.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×