Enski boltinn

Boateng missir líklega af úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin-Prince Boateng.
Kevin-Prince Boateng. Nordic Photos / Getty Images

Ólíklegt er að Kevin-Prince Boateng geti spilað með Portsmouth gegn Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun.

Boateng hefur ekkert getað æft með liðinu í vikunni og var ekki með í för þegar að leikmenn liðsins fóru til Lundúna í gær.

„Kevin hefur ekkert æft í þessari viku og mun ekki spila eins og málin standa nú," sagði Avram Grant, stjóri Portsmouth.

„Þetta er bara venjuleg vika hjá okkur í Portsmouth - við erum bara með átta menn á sjúkralista."

Vonast er til að Jamie O'Hara verði klár í slaginn en hann hefur einnig átt við meiðsli að stríða. Fleiri eru tæpir, til að mynda Nadir Belhadj og Aruna Dindane.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×