Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 13:15 Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld. vísir Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld, þegar ungverska stórliðið Veszprém heimsækir FH í Kaplakrika. Hann er spenntur fyrir því að draga skóna fram í síðasta sinn og segist ekki búinn að gleyma öllu, en saknar handboltans almennt ekki. „Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
„Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43