Fótbolti

Berbatov leggur landsliðsskóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dimitar Berbatov, leikmaður Man. Utd, er hættur að leika með búlgarska landsliðinu þó svo hann sé aðeins 29 ára gamall. Berbatov er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 48 mörk í rúmlega 70 leikjum.

Berbatov var gerður að fyrirliða landsliðsins árið 2007 en hann hefur nú ákveðið að skila inn fyrirliðabandinu sem og landsliðstreyjunni.

„Þetta var erfið ákvörðun en stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun eins og ég segi og ég er margoft búinn að fara yfir þetta mál í hausnum á mér. Allt á sér upphafi og endi og endinn hjá mér er í dag," sagði Berbatov.

Búlgaría náði ekki að komast á HM og Berbatov var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×