Enski boltinn

Campbell vill fá nýjan samning hjá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Varnarmaðurinn Sol Campbell er himinlifandi með hversu vel gekk hjá honum með Arsenal í vetur og hann vonast nú til þess að fá að spila áfram með félaginu.

„Auðvitað vil ég vera hérna áfram. Ég vil gefa allt sem ég á fyrir félagið næsta vetur. Það er aldrei að vita nema ég eigi tvö ár eftir en stjórinn semur aldrei til tveggja ára við menn á mínum aldri," sagði hinn 35 ára gamli Campbell.

„Ég vil að félagið gefi mér nýjan samning og ég mun vinna hart á hverjum einasta degi til þess að hjálpa félaginu að vinna titil."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×